Friðrik 9. Danakonungur
Friðrik 9., (Christian Frederik Franz Michael Carl Valdemar Georg) (fæddur 11. mars 1899, dáinn 14. janúar 1972) var konungur í Danmörku frá 20. apríl 1947 til dauðadags. Hann er faðir núverandi þjóðhöfðingja Danmerkur, Margrétar 2. Friðrik var sonur Kristjáns 10., og Alexandrínu drottningar.
| ||||
Friðrik 9.
| ||||
Ríkisár | 1947 - 1972 | |||
Skírnarnafn | Christian Frederik Franz Michael Carl Valdemar Georg Ættarnafn: Glücksburg | |||
Kjörorð | Med Gud for Danmark. | |||
Fæddur | 11. mars 1899 | |||
Sorgenfri höll, Kongens Lyngby, Danmörk | ||||
Dáinn | 14. janúar 1972 (72 ára) | |||
Kommunehospitalet, Kaupmannahöfn | ||||
Gröf | Hróarskeldudómkirkja | |||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Kristján 10. | |||
Móðir | Alexandrine af Mecklenburg-Schwerin | |||
Drottning | Ingiríður, prinsessa frá Svíþjóð | |||
Börn |
|
Þann 24. maí 1935 giftist hann Ingiríði, prinsessu frá Svíþjóð (1910-2000), en hún var dóttir Gústafs Adolfs Svíakrónprins, seinna Gústaf 6. Adolf Svíakonungur. Friðrik og Ingiríður eignuðust þrjár dætur: Margréti, núverandi drottningu (f. 1940), Benediktu (f. 1944) og Önnu-Maríu (f. 1946), fyrrum Grikkjadrottningu.
Skömmu eftir að Friðrik hélt sína árlegu nýársræðu 1971/72 veiktist hann og lést nokkru seinna.
Fyrirrennari: Kristján 10. |
|
Eftirmaður: Margrét Þórhildur |
Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.