1798
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1798 (MDCCXCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Alþingi kom saman á Þingvöllum í síðasta sinn. Þann 20. júlí fóru þeir fáu sem sótt höfðu þingið heim frá Þingvöllum vegna slæms aðbúnaðar og þar með með lauk þinghaldi þar, sem staðið hafði frá 930.
- Biskupsstóllinn á Hólum var lagður niður við andlát Sigurðar Stefánssonar og biskupsdæmin voru sameinuð síðar (1801).
- Danska verslunarfyrirtækið Örum og Wulff reisti verslunarhús í Útkaupstað, Eskifirði.
Fædd
- 4. mars - Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld (d. 1846).
Dáin
- 24. maí - Sigurður Stefánsson, síðasti biskup á Hólum (f. 1744).
- 19. september - Björn Jónsson, lyfjafræðingur og fyrsti lyfsali á Íslandi.
- 15. október - Stefán Björnsson reiknimeistari (f. 1721).
Erlendis
breyta- 22. janúar - Valdarán var framið í Hollandi.
- 19. febrúar - Páfinn var tekinn höndum og steypt af stóli af franska hernum.
- Mars - Bylting á Írlandi hófst gegn bresku krúnunni. Írar voru studdir af Frökkum.
- 12. júní - Frönsku byltingarstríðin: Frakkar náðu yfirráðum yfir Möltu.
- 21. júlí - Napóleon vann sigur á Ottómönum við pýramídana í Egyptalandi og náðum völdum stuttu síðar yfir Kaíró.
- 1. ágúst - Horatio Nelson vann sigur á franska flotanum í orrustunni við Níl.
- 18. september - Samuel Taylor Coleridge og William Wordsworth gáfu út ljóðasafn sem hleypti af stað rómantísku hreyfingunni á Englandi.
- 12. október - Írska byltingin endaði: Frönsk skip voru hindruð að koma liðsstyrk til Írlands og Wolfe Tone, leiðtogi byltingarinnar, var handtekinn.
- 5. desember - Bændauppreisn var bæld niður í Hollandi, 5.000-10.000 létust.
- Thomas Malthus gaf út ritið, Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda ( An Essay on the Principle of Population).
- Breiðnefur var uppgötvaður af Evrópubúum.
Fædd
Dáin
- 10. maí - George Vancouver, breskur landkönnuður (f. 1757).