Samtök Napóleonsborga
Samtök Napoleonsborga (franska: Fédération Européenne des Cités Napoléoniennes) eru samtök ýmissa borga sem komu við sögu eða urðu fyrir áhrifum af tímanum frá Napoleon Bonaparte til Napoleons III.
Saga
breytaSamtökin voru stofnuð 24. maí 2004 til að minnast áhrifa Napoelons í Evrópu, sem og Napoleons III. Stofnborgir voru Ajaccio í Frakklandi, Balestino á Ítalíu, Dinard í Frakklandi, Jena í Þýskalandi, Île-d‘Aix í Frakklandi, La Roche-sur-Yon í Frakklandi, Pontivy í Frakklandi, Pultusk í Póllandi og Waterloo í Belgíu. Forseti samtakanna er sem stendur Charles Napoleon, sem er yfirmaður Napoleonættarinnar í dag. Tilgangur samtakanna er að varðveita menningararf Napoleons í Evrópu og hvetja til samstarfs á þeim vettvangi. Til dæmis eru haldnar ráðstefnur um málefið, gefnar eru út rit um Napoleonstímann, gerðar eru áætlanir um söfnun listaverka og skipulagningu ferðamennsku.
Meðlimaborgir
breytaEins og er eru rúmlega 60 borgir meðlimir í samtökunum og eru þær allar í Evrópu nema Alexandría (í Egyptalandi). Eftirfarandi listi meðlimaborga er í stafrófsröð og er frá 2012.
Borg | Land | Atburðir / ath. |
---|---|---|
Ajaccio | Frakkland | Fæðingarstaður Napoleons |
Albenga | Ítalía | |
Alessandria (sýsla) | Ítalía | Orrustan við Marengo |
Alessandria (borg) | Ítalía | Orrustan við Marengo |
Alexandría | Egyptaland | Landtaka Napoleons 1798, sjóorrustan við Abukir |
Altare | Ítalía | |
Juan-les-Pins | Frakkland | Napoleonsafn |
Bailén | Spánn | Orrustan við Bailén |
Balestrino | Ítalía | |
Boissano | Ítalía | |
Bolesławiec | Pólland | Dvalarstaður Napoleons til skammt tíma 1813 |
Borghetto Santo Spirito | Ítalía | |
Borodino | Rússland | Orrustan við Borodino |
Boulogne-sur-Mer | Frakkland | Fyrsta veiting heiðursmerkisins Légion d’honneur sem Napoleon kom á |
Brienne-le-Château | Frakkland | Námsstaður Napoleons 1779-1784 |
Cairo Montenotte | Ítalía | Orrustan við Montenotte |
Capriaia e Limite | Ítalía | |
Cengio | Ítalía | |
Châteauroux | Frakkland | |
Cherasco | Ítalía | Vopnahlé undirritað í Cherasco 1796 |
Compiègne | Frakkland | Dvalarstaður Napoleons III |
Cosseria | Ítalía | |
Dego | Ítalía | Orrustan við Dego |
Dubrovnik | Króatía | Hertaka 1806 |
Fleurus | Belgía | Orrustan við Ligny |
Fontainebleau | Frakkland | 1806-1814 hélt Napoleon Píus VII páfa föngnum þar |
Grasse | Frakkland | Viðkoma á leið frá Elbu til Parísar |
Granada | Spánn | |
Hanau | Þýskaland | Hertaka 1806 |
Höfelhof | Þýskaland | Sjálfstæði bæjarins 1807 meðan Frakkar dvöldu þar |
Île-d‘Aix | Frakkland | Dvöl Napoleons áður en hann fór til Sankti Helenu |
Jena | Þýskaland | Orrustan við Jena og Auerstedt |
Kassel | Þýskaland | Dvalarstaður Jérômes, bróður Napoleons |
Kłodzko | Pólland | Varðist franska hernum á Napoleonstímanum |
La Maddalena | Ítalía | Orrusta 1793, að hluta undir stjórn Napoleons |
La Roche-sur-Yon | Frakkland | Reist 1804 í tíð Napoleons |
Laffrey | Frakkland | Þar hitti Napoleon á franska herinn sem átti að handtaka hann 1815 eftir flóttann frá Elbu |
Lúxemborg (borg) | Lúxemborg | Hertekin 1795 í stríði bandamana gegn Napoleon |
Millesimo | Ítalía | Orrustan við Millesimo |
Montereau-Fault-Yonne | Frakkland | Orrustan við Montereau |
Perinaldo | Ítalía | Dvalarstaður Napoleons í Ítalíuherferðinni 1797 |
Pontinvrea | Ítalía | |
Pintivy | Frakkland | Hét áður Napoléonville |
Portoferraio | Ítalía | Aðsetur Napoleons á Elbu |
Prawdinsk | Rússland | Orrustan við Friedland |
Pułtusk | Pólland | Orrustan við Pułtusk |
Rambouillet | Frakkland | Aukadvalarstaður Napoleons |
Rueil-Malmaison | Frakkland | Aðsetur Napoleons, grafreitur Jósefínu, eiginkonu hans |
Santa Teresa Gallura | Ítalía | |
Saragossa | Spánn | Umsátur 1808 og 1809 |
Savona | Ítalía | |
Slavkos u Brna | Tékkland | Orrustan við Austerlitz |
Sombreffe-Ligny | Belgía | Orrustan við Ligny |
Sowetsk | Rússland | Friðarsamkomulagið í Tilsit |
Torresina | Ítalía | |
Toulon | Frakkland | Brottfararhöfn egyptska leiðangursins |
Tvarožná | Tékkland | Orrustan við Austerlitz |
Valence | Frakkland | |
Vallauris-Golfe-Juan | Frakkland | |
Valletta | Malta | Uppgjöf herflota Napoleons 1798 |
Vilníus | Litháen | |
Waterloo | Belgía | Orrustan við Waterloo |
Zuccarello | Ítalía |
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Bund der europäischen Napoleonstädte“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóvember 2012.