Raman Pratasevitsj

Hvítrússneskur blaðamaður og stjórnarandstæðingur

Raman Dzmitrievitsj Pratasjevitsj (f. 1995) (hvítrússneska: Раман Дзмітрыевіч Пратасевіч) er hvítrússneskur blaðamaður og stjórnarandstæðingur. Pratasevitsj hefur verið ásakaður af hvítrússneskum stjórnvöldum um ólöglegar samkomur og hvatningu til óeirða. Hann hefur verið settur á lista yfir hryðjuverkamenn. Pratasevitsj rak stöðina Nexta sem fjallaði um forsetakosningarnar 2020 í landinu og var uppspretta heimilda um ólögmætar kosningaaðferðir og mótmæla tengd þeim. Hann hefur búið í Póllandi frá 2019.

Raman Pratasevitsj árið 2021.

Þann 23. maí var flugvél Ryanair frá Aþenu til Vilníus þar sem Pratasevitsj var um borð beint til Hvítarússlands af herþotum landsins. Flugmálayfirvöld í Hvíta-Rússlandi sögðu að það hefði verið vegna sprengjuhótunar en litáísk flugmálayfirvöld höfðu ekki fengið fregnir af slíku. Pratasevitsj og kærasta hans Sophia voru handtekin við komu á flugvöllinn í Minsk.

Evrópusambandið ákvað í kjölfarið að setja viðskiptaþvinganir á Hvíta-Rússland og bannaði flug frá landinu til Evrópusambandsins. [1]

Eftir handtöku Pratasevitsj birtist hann í sjónvarpsviðtali þar sem hann sagðist hafa skipt um skoðun á hvítrússneska forsetanum Alexander Lúkasjenkó og hvatti landmenn til að hætta að mótmæla stjórn hans. Vinir og bandamenn Pratasevitsj töldu hann hafa verið þvingaðan til að segja þetta.[2]

Pratasevitsj var dæmdur í átta ára fangelsi í maí árið 2023 en síðan náðaður síðar í sama mánuði.[3]

Heimild

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Stjórnvöld dreifa myndskeiði af Protasevich Rúv, skoðað 24. maí 2021.
  2. Samúel Karl Ólason (3. júní 2021). „Hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar" hans“. Vísir. Sótt 4. júní 2021.
  3. „Prota­sevit­sj náðaður“. mbl.is. 22. maí 2023. Sótt 22. maí 2023.