Konungsríkið Stóra-Bretland

Konungsríkið Stóra-Bretland (enska: Kingdom of Great Britain) var ríki í Norðvestur-Evrópu sem var til frá 1707 til 1801. Það varð til þegar konungsríkið Skotland og konungsríkið England sameinuðust, með Sambandslögunum 1707, í eitt konungsríki sem náði yfir alla eyjuna Stóra-Bretland. Sameiginlegt þing, ásamt ríkisstjórn, sem sátu í Westminster, stjórnuðu hinu nýja konungsríki. Konungsríkin tvö höfðu einu sinni áður lotið sama einvaldi, Jakob 6., sem varð konungur Englands þegar Elísabet 1. dó árið 1603.

Fáni konungsríkisins.

Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Írlands tók við af konungsríkinu Stóra-Bretlandi árið 1801 þegar konungsríkið Írland sameinaðist því með Sambandslögunum 1800.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.