Strandferðaskip
Strandferðaskip er skip sem flytur minni farm og farþega milli nokkurra hafna á einni strandlengju eftir tiltekinni siglingaáætlun. Á Íslandi voru strandferðaskip í notkun allt þar til innanlandsflug varð almennt á síðari hluta 20. aldar. Sum nútímastrandferðaskip, eins og Hurtigruten í Noregi, eru nú aðallega notuð sem skemmtiferðaskip.