1615
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1615 (MDCXV í rómverskum tölum) var fimmtánda ár 17. aldar sem byrjaði á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- Veturinn - Hafís var um allt Ísland og meðal annars selveiði á ís á Suðurnesjum. Bjarndýr gengu víða á land og var eitt drepið á Hólum.
- 22. janúar - Sengokutímabilinu lauk með því að her Tokugawa Ieyasu náði Ósakakastala í Japan á sitt vald.
- 2. maí - Þrettán skip fórust og áttatíu menn drukknuðu í aftakaveðri á Breiðafirði.
- 5.-13. október - Spánverjavígin áttu sér stað á Vestfjörðum.
Ódagsettir atburðir
breyta- Annað bindi Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes kom út.
- Grolsch-brugghúsið var stofnað í Groenlo í Hollandi.
- Johannes Kepler gaf út fyrsta bindi ritsins Dissertatio cum Nuncio Sidereo þar sem hann setti fram hugmyndina um sporbauga plánetanna.
Fædd
breyta- 13. janúar - Henrik Bjelke, norskur aðmíráll (d. 1683).
- 25. janúar - Govert Flinck, hollenskur listmálari (d. 1660).
- 5. nóvember - Íbrahim 1. Tyrkjasoldán (d. 1648).
- 12. nóvember - Richard Baxter, enskur kirkjuleiðtogi (d. 1691).
- 24. nóvember - Filippus Vilhjálmur, kjörfursti í Pfalz (d. 1690).
Dáin
breyta- 4. mars - Hans von Aachen, hollenskur listmálari (f. 1552).
- 27. maí - Margrét af Valois, drottning Frakklands og Navarra (f. 1553).