Dame Joanna Lamond Lumley (f. 1. maí 1946) er bresk leikkona, fyrrum fyrirsæta, kynnir, rithöfundur, framleiðandi og aðgerðasinni.

Joanna Lumley árið 2015.

Hún vakti fyrst athygli í hlutverki Bond-stúlku í kvikmyndinni Í þjónustu hennar hátignar með George Lazenby í hlutverki James Bond árið 1969. Árið 1976 fékk hún sitt fyrsta aðalhlutverk sem Purdey í sjónvarpsþáttunum The New Avengers og 1979 lék hún í þáttunum Sapphire & Steel. Árið 1986 stakk framleiðandinn Sidney Newman upp á því að hún léki titilhlutverkið í Doctor Who, en þeirri hugmynd var hafnað. Árið 1982 lék hún aðalhlutverkið í myndinni Í fótspor Bleika pardussins.

Árið 1992 sló hún í gegn sem Patsy í bresku sjónvarpsþáttunum Tildurrófur (Absolutely Fabulous) ásamt Jennifer Saunders og Julia Sawalha. Fimm þáttaraðir voru framleiddar og kvikmynd í fullri lengd kom út árið 2016.

Hún hefur leikið bæði aðalhlutverk og minni hlutverk í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Frá 2015 hefur hún gert þrjár ferðaþáttaraðir fyrir sjónvarpsstöðina ITV.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.