David Livingstone (19. mars 18131. maí 1873) var skoskur landkönnuður og trúboði sem var uppi á Viktoríutímabilinu. Hans er einkum minnst fyrir könnun Sambesí og fund Viktoríufossa og fund hans með Henry Morton Stanley við Tanganjikavatn árið 1871. Þá var Livingstone í síðasta leiðangri sínum að rannsaka upptök Hvítu Nílar sem hann áleit jafnvel vera í Tanganjika eða Lualaba, sem í raun er upptök Kongófljóts.

David Livingstone.

Livingstone var hatrammur andstæðingur þrælasölu og þeirra grimmdarlegu þrælaveiða sem arabar frá Egyptalandi, Sansibar og Persíu stunduðu í Austur-Afríku á tímum leiðangra hans. Dagbækur hans og bréfasafn sem Stanley flutti til London eftir fund þeirra í bænum Ujiji við Tanganjikavatn áttu mikinn þátt í því að Bretar settu þrýsting á bandamenn sína í þessum löndum að banna þrælasölu með öllu.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.