Forseti Alþingis
Forseti Alþingis stýrir fundum Alþingis Íslendinga. Forseti Alþingis fer fyrir handhöfum forsetavalds í forföllum forseta Íslands. Mælt er fyrir um skyldur forseta Alþingis í þingskapalögum. Forseti Alþingis er kosinn af Alþingi.
Birgir Ármannsson er núverandi forseti Alþingis. Hann er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Í fyrstu var Alþingi í Reykjavík einungis ráðgefandi aðili í málefnum Íslands. Árið 1851 var Þjóðfundurinn haldinn í Reykjavík, til hans var kosið sérstaklega. Þó flestir þeirra sem hann sátu hafi verið alþingismenn þá hefur þjóðfundurinn ekki talist til reglulegra fundarhalda Alþingis. Á Þjóðfundinum var Páll Melsteð kjörinn fundarstjóri og Kristján Kristjánsson til vara.
Árið 1849 var Árni Helgason kjörinn forseti en hann sagði af sér samstundis fyrir aldurssakir. Jón Sigurðsson kom ekki til þings árin 1855, 1861 og 1863.
Forseti Sameinaðs Alþingis
breytaEr Alþingi var samkvæmt stjórnarskrá falið löggjafarvald var því og skipt í tvær málstofur, efri deild og neðri deild. En fundir sameinaðs Alþingis höfðu úrslitavald í þeim málum sem rædd voru á þingi.
Forseti Alþingis
breytaEftir sameiningu Alþingis í eina málstofu var forseta Alþingis falin sú ábyrgð sem forseti Sameinaðs Alþingis hafði áður haft með höndum. Aukaþing eru sett að loknum kosningum.
Tenglar
breyta- Forsetar Ráðgjafarþinga af vef Alþingis
- Forsetar Sameinaðs Alþingis af vef Alþingis
- [1] af vef Alþingis
- Lög um þingsköp Alþingis nr. 55 1991 31. maí