Gylfi Þ. Gíslason

Gylfi Þorsteinsson Gíslason fæddist í Reykjavík þann 7. febrúar 1917, og lést í Reykjavík þann 18. ágúst 2004. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, skáld og ritstjóri, og Þórunn Pálsdóttir, húsmóðir.

David Ben Gurion fundur Gylfi Þ. Gíslason í Tel Aviv, júlí 1958

Gylfi var alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn árin 1946-1978, menntamálaráðherra 1956-1971, auk þess að vera iðnaðarráðherra 1956-1958 og viðskiptaráðherra 1958-1971. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1968-1974 og formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1968-1978. Gylfi er með lengsta samfellda setu á ráðherrastóli á Íslandi; 15 ár á árunum 1956-1971. Þá var hann einnig prófessor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands á árunum 1946-1966 (í leyfi vegna ráðherrastarfs 1956-1966) og síðan 1971-1987.

Þegar Danir skiluðu fyrstu handritunum, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, til Íslands árið 1971, tók Gylfi, þá menntamálaráðherra, við þeim frá Helge Larsen, starfsbróður sínum frá Danmörku. Mælti Larsen hin fleygu orð: „Vær så god, Flatöbogen,“ er hann afhenti Gylfa Flateyjarbók.

Synir Gylfa eru Þorsteinn Gylfason heimspekingur, Vilmundur Gylfason sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur. Vilmundur og Þorsteinn eru látnir.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.