Eyjafjarðarsýsla
Eyjafjarðarsýsla var ein af sýslum Íslands. Sýslur eru ekki lengur stjórnsýslueining á Íslandi, en nafnið er enn notað til að vísa til svæðisins.
Eyfajarðasýsla er við fjörðinn Eyjafjörð á Norðurlandi. Nágranni hennar í vestri er Skagafjarðarsýsla en í austri kúrir Suður-Þingeyjarsýsla henni við hlið. Sýslumörk voru í Hvanndalabjargi utan Ólafsfjarðar þar til Siglufjörður og Ólafsfjörður voru gerð að sjálfstæðu lögsagnarumdæmi sem fylgir Skagafjarðarsýslu. Sýslan nær að mörkum Austurhlíðar í Kaupangssveit að austan verðu en til fjalla nær hún inn á reginfjöll suður af Eyjarfjarðardal. Sýslunnar er fyrst getið árið 1550.
Náttúrufar
breytaAð flatarmáli er sýslan um 3930 km² en með Siglufirði og Ólafsfirði er hún alls 4300 km². Út með Eyjafjarðaströnd að vestanverðu er sæbratt en þó er þó nokkuð láglendi í Svarfaðardal og inndölum hans. Á firðinum eru eyjarnar Hrísey og Hrólfssker, sem og Grímsey á hafi úti. Allar tilheyra þær Eyjafjarðarsýslu.
Megindalir Eyjafjarðarsýslu eru þrír; Svarfaðardalur með Skíðadal, Hörgárdalur og Öxnadalur inn af honum og Eyjafjörður með sína þverdali. Fjöllin umhverfis þessa dali eru hrikaleg og mörg þeirra teygja sig í um 1000 m.y.s. Ár eru margar og vatnsmiklar en draga þær flestar nafn sitt af dalnum sem þær renna um. Þá er þeirra stærst Eyjafjarðará sem rennur út í Eyjafjarðarbotn.
Elsta berg í sýslunni er í Hvanndalabjargi og Ólafsfjarðarmúla - um 11-12 milljón ára. Halli berglaga í sýslunni eru að jafnaði 3-7°. Innst í Eyjafjarðardölum er bergið um 2-3 milljón ára gamalt. Í sýslunni er að finna 2 gamlar megineldstöðvar; önnur þeirra, kennd við Súlur, er milli Kerlingar og Öxnadals. Hin er nokkur yngri, um 7 mill. ára gömul, og er milli Villingadals og Torfufells. Fjöll í sýslunni, sérstaklega á Tröllaskaga, eru mjög mótuð af öflum skriðjökla og sjást þar víða skála- og dalajöklar.
Gróðursælt er að jafnaði í sýslunni með starengjum við árósa og ofar mýrar og graslendi. Ræktaðir skógar þekja 5% lands í Eyjafjarðarsveit. [1] Náttúrulega skóga má finna meðal annars í Leyningshólum í Eyjafjarðardal.
Stjórnsýsla
breytaSýslan er eitt prófastsdæmi með Siglufirði og Ólafsfirði. Prestaköllin eru:
- Siglufjarðarprestakall með kirkju á Siglufirði
- Ólafsfjarðarprestakall; með kirkjum á Ólafsfirði og Kvíabekk
- Dalvíkurprestakall; með kirkjustöðum á Dalvík, Tjörn í Svarfaðardal, Urðum og Völlum
- Hríseyjarprestakall með kirkjum í Hrísey og á Stærri-Árskóg
- Möðruvallaprestakall; með kirkjum að Möðruvöllum í Hörgárdal, Bakka, Ytri-Bægisá og Glæsibæ
- Akureyraraprestakall
- Glerárprestakall á Akureyri
- Laugalandsprestakall með kirkjustöðum á Munkaþverá, Kaupangri, Grund, Möðruvöllum í Eyjafirði, Saurbæ og Hólum.
Sveitarfélög
breytaEftirfarandi sveitarfélög eru innan sýslumarka (fyrrverandi innan sviga):
- Akureyri með Hrísey og Grímsey
- Dalvíkurbyggð
- Eyjafjarðarsveit
- Hörgárbyggð
Tilvísanir
breyta- ↑ Skógarþekja í Eyjafirði nálgast 5% Skógræktin, skoðað 14. mars 2021