Sturla Böðvarsson

Sturla Böðvarsson (f. í Ólafsvík á Snæfellsnesi 23. nóvember 1945), er fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis. Sturla sat á Alþingi 1991-2009; fyrir Vesturlandskjördæmi 1991-2003 og Norðvesturkjördæmi 2003-2009. Sturla var forseti Alþingis 2007-2009 og samgönguráðherra 1999-2007.

Sturla Böðvarsson
Forseti Alþingis
Í embætti
31. maí 2007 – 4. febrúar 2009
ForveriSólveig Pétursdóttir
EftirmaðurGuðbjartur Hannesson
Samgönguráðherra
Í embætti
28. maí 1999 – 24. maí 2007
ForsætisráðherraDavíð Oddsson
Halldór Ásgrímsson
Geir H. Haarde
ForveriHalldór Blöndal
EftirmaðurKristján L. Möller
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1991 2003  Vesturland  Sjálfstæðisfl.
2003 2009  Norðvestur  Sjálfstæðisfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. nóvember 1945 (1945-11-23) (79 ára)
Ólafsvík
Vefsíðahttp://sturla.is
Æviágrip á vef Alþingis

Sturla er giftur Hallgerði Gunnarsdóttur lögfræðingi og eiga þau fimm börn saman. Sturla hefur setið í fjölda stjórna og nefnda á ferli sínum.

Foreldrar Sturlu voru Böðvar Bjarnason, byggingameistari í Ólafsvík og Elínborg Ágústsdóttir, húsmóðir. Sturla gekk í Skógaskóla og að grunnnámi loknu, 1961 nam hann húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist með sveinspróf 1966. Sturla lauk raungreinaprófi við Tækniskóla Íslands árið 1970 og loks B.Sc.-próf í byggingatæknifræði við sama skóla 1973.[1][2]

Sturla var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi árin 1974-1991 og aftur 2014-2018. Sturla hefur verið ritstjóri Snæfells, blaðs sjálfstæðismanna á Vesturlandi síðan 1983.

Sturla var sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007 fyrir störf í opinbera þágu.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágrip - Sturla Böðvarsson
  2. „Heimasíða Sturlu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2007. Sótt 3. júlí 2019.
  3. Forseti.is, „Orðuhafaskrá“ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 3. júlí 2019)


Fyrirrennari:
Halldór Blöndal
Samgönguráðherra
(28. maí 199924. maí 2007)
Eftirmaður:
Kristján L. Möller
Fyrirrennari:
Sólveig Pétursdóttir
Forseti Alþingis
(31. maí 20074. febrúar 2009)
Eftirmaður:
Guðbjartur Hannesson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.