Norðurland eystra

landshluti á Íslandi

Norðurland eystra er hérað sem nær yfir austurhluta Norðurlands. Það var upphaflega skilgreint sem eitt af átta kjördæmum Íslands árið 1959 og náði yfir Eyjafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu ásamt með kaupstöðunum Akureyri, Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík. Með breyttri kjördæmaskipan sem fyrst var kosið eftir 2003 var Norðurlandskjördæmi eystra sameinað Austurlandskjördæmi til að mynda Norðausturkjördæmi.

Norðurland eystra
Hnit: 65°41′N 18°06′V / 65.683°N 18.100°V / 65.683; -18.100
LandÍsland
KjördæmiNorðaustur
Stærsti bærAkureyri
Sveitarfélög11
Flatarmál
 • Samtals22.677 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals31.574
 • Þéttleiki1,39/km2
ISO 3166 kóðiIS-6

1992 var Héraðsdómur Norðurlands eystra stofnaður með aðsetur á Akureyri.

Norðurland eystra er eitt af átta héruðum sem Hagstofa Íslands notar við framsetningu á ýmsum talnagögnum, t.d. um íbúafjölda. Árið 2007 var héraðið stækkað bæði til austurs og vesturs eftir sameiningu sveitarfélaga yfir mörk þess. Siglufjörður sameinaðist Ólafsfirði og sameinað sveitarfélag þeirra, Fjallabyggð, telst nú til Norðurlands eystra. Sömu sögu er að segja af Þórshafnarhreppi og Skeggjastaðahreppi sem sameinuðust í Langanesbyggð.

Þann 1. janúar 2024 bjuggu 31.574 á Norðurlandi eystra, þar af 19.542 á Akureyri.[1] Aðrir stærri bæir eru Húsavík, Dalvík, Siglufjörður og Ólafsfjörður.

Sveitarfélög

breyta
Sveitarfélag Íbúafjöldi (2024) Flatarmál (km2) Þéttleiki (á km2) ISO 3166-2
Akureyrarbær &&&&&&&&&&&19812.&&&&&019.812 &&&&&&&&&&&&&136.&&&&&0136 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.145,68 IS-AKU
Norðurþing &&&&&&&&&&&&3081.&&&&&03.081 &&&&&&&&&&&&3732.&&&&&03.732 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,83 IS-NOR
Fjallabyggð &&&&&&&&&&&&1973.&&&&&01.973 &&&&&&&&&&&&&364.&&&&&0364 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.5,42 IS-FJL
Dalvíkurbyggð &&&&&&&&&&&&1866.&&&&&01.866 &&&&&&&&&&&&&597.&&&&&0597 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.3,13 IS-DAV
Þingeyjarsveit &&&&&&&&&&&&1410.&&&&&01.410 &&&&&&&&&&&12021.&&&&&012.021 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,12 IS-THG
Eyjafjarðarsveit &&&&&&&&&&&&1162.&&&&&01.162 &&&&&&&&&&&&1775.&&&&&01.775 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,65 IS-EYF
Hörgársveit &&&&&&&&&&&&&791.&&&&&0791 &&&&&&&&&&&&&894.&&&&&0894 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,88 IS-HRG
Langanesbyggð &&&&&&&&&&&&&540.&&&&&0540 &&&&&&&&&&&&2483.&&&&&02.483 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,22 IS-LAN
Svalbarðsstrandarhreppur &&&&&&&&&&&&&491.&&&&&0491 &&&&&&&&&&&&&&54.&&&&&054 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.9,09 IS-SBT
Grýtubakkahreppur &&&&&&&&&&&&&396.&&&&&0396 &&&&&&&&&&&&&431.&&&&&0431 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,92 IS-GRY
Tjörneshreppur &&&&&&&&&&&&&&52.&&&&&052 &&&&&&&&&&&&&199.&&&&&0199 km2 Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”..Villa í segð: Óþekkt greinarmerki „,”.0,26 IS-TJO

Mannfjöldi

breyta
Þróun mannfjölda á Norðurlandi eystra.
ár mannfjöldi hlutfall af
heildarfjölda
1920 14.222 15,06%
1930 16.947 15,60%
1940 19.769 16,26%
1950 21.776 15,09%
1960 22.449 12,52%
1970 24.386 11,92%
1980 27.703 11,98%
1990 27.942 10,84%
2000 28.181 9,89%
2010 28.900 9,09%
2020 30.020 8,48%

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Mannfjöldi – Sveitarfélög og byggðakjarnar“. Hagstofa Íslands. Sótt 13. desember 2024.