Gils Halldór Guðmundsson (31. desember 191429. apríl 2005) var íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður.

Ævi og störf

breyta

Gils fæddist í Hjarðardal í Önundarfirði hann ólst upp vestra, en hélt síðar til Reykjavíkur þar sem hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1938.

Fljótlega sneri Gils sér að ritstörfum og varð mikilvirkur höfundur bóka um sagnfræðileg málefni. Verk hans um Skútuöldina, sem rakti sögu skútuútgerðar við Ísland naut gríðarlegra vinsælda og sama máli gegndi um ritröðina Aldirnar (Öldin okkar, Öldin sem leið o.fl.), þar sem Íslandssagan var sögð í smáfréttastíl.

Gils var formaður Rithöfundasambandsins 1957 til 1958 og forstjóri Menningarsjóðs frá 1956 til 1975.

Stjórnmálaafskiptin hófust í tengslum við herstöðvamálið. Hann var meðal stofnenda Þjóðvarnarflokksins og sat á þingi fyrir flokkinn frá 1953 til 1956. Hann kom mjög að stofnun Samtaka hernámsandstæðinga árið 1960, sem voru þverpólitísk samtök andstæðinga hersetunnar.

Árið 1954 skipaði Gils annað sætið á lista Þjóðvarnarmanna í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík, sem talið var baráttusætið. Flokkurinn náði einum fulltrúa, Bárði Daníelssyni, en hann tók ekki strax sæti vegna spillingarmáls sem var í rannsókn. Því var Gils um nokkurra mánaða skeið aðalmaður í bæjarstjórn.

Síðar gekk hann til liðs við Alþýðubandalagið og sat á þingi fyrir Reykjaneskjördæmi frá 1963 til 1979.

Heimild

breyta
  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.