Unnur Brá Konráðsdóttir
Unnur Brá Konráðsdóttir (fædd 6. apríl 1974) er fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Hún var áður sveitarstjóri Rangárþings eystra frá 2006 þar til hún fór á þing 2009. Árið 2017 var hún kjörin forseti Alþingis og gegndi því embætti þar til eftir þingkosningarnar það ár.
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fædd | 6. apríl 1974 | ||||||||
Vefsíða | http://ubk.blog.is | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Unnur Brá lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1994 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.
Hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði 2000–2002 og á Selfossi frá 2002-2004, jafnframt var hún aðstoðarmaður við Héraðsdóm Suðurlands frá 2002–2004. Hún var lögfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins 2004–2006 og sveitarstjóri Rangárþings eystra frá 2006–2009. Hún var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi frá 2009-2017 og var forseti Alþingis árið 2017.[1]
Eftir að Unnur Brá lét af þingmennsku hefur hún starfað í forsætisráðuneytinu, fyrst sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar en síðar sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum[2] og sem verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar.[3]
Árið 2016 vakti það mikla athygli þegar Unnur Brá mætti í með mánaðargamalt barn sitt í ræðustól Alþingis og gaf því brjóst á meðan hún ræddi atkvæðagreiðslu um útlendingamál sem þar var til umræðu.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Alþingi, Æviágrip - Unnur Brá Konráðsdóttir (skoðað 9. ágúst 2020)
- ↑ Kjarninn.is, „Unnur Brá mun annast samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar“ (skoðað 9. ágúst 2020)
- ↑ Mbl.is, „Unnur Brá verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar“ (skoðað 9. ágúst 2020)
- ↑ Ruv.is, „Unnur Brá með barn á brjósti í ræðustól“ (skoðað 9. ágúst 2020)