Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir (fædd 6. apríl 1974) er fyrrum alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Hún var áður sveitarstjóri Rangárþings eystra frá 2006 þar til hún fór á þing 2009. Árið 2017 var hún kjörin forseti Alþingis og gegndi því embætti þar til eftir þingkosningarnar það ár.

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2009 2017  Suðurkjördæmi  Sjálfstæðisflokkur
Persónulegar upplýsingar
Fædd6. apríl 1974
Vefsíðahttp://ubk.blog.is
Æviágrip á vef Alþingis

Unnur Brá lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1994 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.

Hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Ísafirði 2000–2002 og á Selfossi frá 2002-2004, jafnframt var hún aðstoðarmaður við Héraðsdóm Suðurlands frá 2002–2004. Hún var lögfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins 2004–2006 og sveitarstjóri Rangárþings eystra frá 2006–2009. Hún var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi frá 2009-2017 og var forseti Alþingis árið 2017.[1]

Eftir að Unnur Brá lét af þingmennsku hefur hún starfað í forsætisráðuneytinu, fyrst sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar en síðar sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum[2] og sem verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar.[3]

Árið 2016 vakti það mikla athygli þegar Unnur Brá mætti í með mánaðargamalt barn sitt í ræðustól Alþingis og gaf því brjóst á meðan hún ræddi atkvæðagreiðslu um útlendingamál sem þar var til umræðu.[4]


Tilvísanir

breyta
  1. Alþingi, Æviágrip - Unnur Brá Konráðsdóttir (skoðað 9. ágúst 2020)
  2. Kjarninn.is, „Unnur Brá mun annast samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar“ (skoðað 9. ágúst 2020)
  3. Mbl.is, „Unnur Brá verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar“ (skoðað 9. ágúst 2020)
  4. Ruv.is, „Unnur Brá með barn á brjósti í ræðustól“ (skoðað 9. ágúst 2020)