1326
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1326 (MCCCXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Ekkert skip sigldi kom til Íslands og var svo mikill skortur á víni í Skálholtsbiskupsdæmi að sumstaðar var ekki hægt að messa.
- Lárentíus Kálfsson Hólabiskup kom á fót elliheimili fyrir uppgjafapresta á Kvíabekk í Ólafsfirði.
- Möðruvallaklaustur endurbyggt eftir bruna sem var þar 1316.
- Dýridagur lögleiddur á Alþingi.
Fædd
Dáin
- Filippus Loftsson bóndi í Haga á Barðaströnd.
Erlendis
breyta- 3. júní - Hólmgarðssáttmálinn batt endi á Sænsk-hólmgersku stríðin.
- Kristófer 2. settur af sem konungur í Danmörku og Valdimar 3. gerður að konungi.
- Páfi bannfærði borgina Frankfurt og alla íbúa hennar.
- Landamæri Noregs og Rússlands í Finnmörk ákveðin með Novgorod-samningnum.
- Vitinn í Faros, eitt af sjö undrum veraldar, hrundi endanlega eftir að hafa skemmst illa í tveimur jarðskjálftum fyrr á öldinni.
- Fallbyssur eru fyrst nefndar í ritaðri heimild og sýndar á mynd.
Fædd
- 5. mars - Loðvík 1., konungur Ungverjalands (d. 1382).
- 8. maí - Jóhanna 1. af Auvergne, drottning Frakklands, seinni kona Jóhanns 2. (d. 1360).
Dáin
- 29. apríl - Blanka af Búrgund, fyrrverandi drottning Frakklands, fyrsta kona Karls 4. (f. um 1296).
- 27. október - Hugh Despenser eldri, enskur aðalsmaður og einn helsti ráðgjafi Játvarðar 2. (tekinn af lífi).
- 26. nóvember - Hugh Despenser yngri, enskur aðalsmaður og vinur Játvarðar 2. (tekinn af lífi).
- Mats Ketilmundsson, ríkisstjóri í Svíþjóð.