Vichai Srivaddhanaprabha
Taílenskur viðskiptamaður
Vichai Srivaddhanaprabha (taílenska: วิชัย ศรีวัฒนประภา, fæddur 5. júní 1958 sem Vichai Raksriaksorn, látinn 27. október 2018) var taílenskur viðskiptajöfur og stofnandi fríverslunarkeðjunnar King Power.
Srivaddhanaprabha var 7. ríkasti maður Taílands. Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej, veitti honum nafn sitt árið 2012 sem þýðir ljós dýrðar framþróunar. Srivaddhanaprabha keypti enska úrvalsdeildarfélagið Leicester City árið 2010. Leicester varð meistari tímabilið 2015-2016. Árið 2017 keypti hann félagið OH Leuven í Belgíu.
Srivaddhanaprabha lést ásamt fjórum öðrum í þyrluslysi haustið 2018 rétt fyrir utan heimavöll Leicester City FC; King Power Stadium. Það tíðkaðist hjá honum að yfirgefa völlinn í þyrlunni eftir leiki.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vichai Srivaddhanaprabha.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Vichai Srivaddhanaprabha“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. okt. 2018.