Jóhann Berg Guðmundsson

íslenskur knattspyrnumaður

Jóhann Berg Guðmundsson (f. 27. október 1990) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilaði síðast fyrir Burnley F.C. í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson
Upplýsingar
Fullt nafn Jóhann Berg Guðmundsson
Fæðingardagur 27. október 1990 (1990-10-27) (33 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 1,78m
Leikstaða Vængmaður
Yngriflokkaferill
Breiðablik , Chelsea F.C. og Fulham F.C.
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008 Breiðablik 22 (6)
2009-2014 AZ 119 (9)
2014-2016 Charlton Athletic 81 (16)
2016-2024 Burnley F.C. 198 (14)
Landsliðsferill2
2008
2008-2011
2011-
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
1 (1)
14 (6)
98 (8)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært maí 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
maí 2024.

Jóhann skoraði þrennu gegn Sviss árið 2014 fyrir landsliðið og var sá fyrsti til þess að skora þrennu fyrir íslenska landsliðið í 13 ár. Jóhann lék alla leiki Íslands á EM í knattspyrnu í Frakklandi 2016. Sama ár fór hann frá Charlton Athletic til Burnley F.C..[1] Tímabilið 2019-2020 var Jóhann að mestu plagaður af meiðslum.

Í desember 2022 var aukaspyrnumark Jóhanns valið sem mark mánaðarins. Hann yfirgaf Burnley sumarið 2024.

Tilvísanir breyta

  1. Johann Berg Gudmundsson & Nick Pope: Burnley sign duo from Charlton BBC. Skoðað 19. júlí, 2016.