1740
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1740 (MDCCXL í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Séra Halldór Brynjólfsson fór til Kaupmannahafnar til að reyna að fá Hólabiskupsdæmi en tókst það ekki að þessu sinni og kom heim árið eftir.
Fædd
- Þorkell Fjeldsted, lögmaður í Færeyjum og Noregi og amtmaður og stiftamtmaður í Noregi (d. 1796).
- Oddur Gíslason, prestur á Miklabæ (d. 1786).
- Ragnhildur Eggertsdóttir, húsfreyja í Búðardal, fyrri kona Magnúsar Ketilssonar sýslumanns (d. 1793).
Dáin
Opinberar aftökur
Erlendis
breyta- 17. ágúst - Benedikt XIV (Prospero Lorenzo Lambertini) var kjörinn páfi.
- 9. október - Menn Hollenska Austurindíafélagsins drápu 5-10.000 kínverska íbúa Batavíu á Jövu.
- 20. október - María Teresía af Austurríki erfði lönd Habsborgara (Austurríki, Bæheim, Ungverjaland og Belgíu) en varð ekki keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis vegna þess að hún var kona. Hún fékk hins vegar mann sinn, Frans 1., kjörinn keisrara árið 1745.
- 16. desember - Friðrik mikli Prússakeisari réðist inn í Slésíu og hóf þar með Austurríska erfðastríðið.
- Keppt var um heimsmeistaratitil í Jeu de paume þetta ár og hefur það verið gert óslitið síðan.
Fædd
- 4. febrúar - Carl Michael Bellman, sænskt skáld og tónskáld (d. 1795).
- 2. júní - Marquis de Sade, franskur aðalsmaður og rithöfundur (d. 1814).
- 14. ágúst - Píus VII páfi (d. 1823).
- 23. ágúst - Ívan 4. Rússakeisari (d. 1764).
- 29. október - James Boswell, skoskur rithöfundur og ævisagnaritari (d. 1795).
Dáin
- 6. febrúar - Klemens XII páfi (f. 1652).
- 31. maí - Friðrik Vilhjálmur 1., konungur Prússlands (f. 1688).
- 20. október - Karl 6., keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis (1685).
- 28. október - Anna, keisaraynja Rússlands (f. 1693).
- Loðvík-Hinrik af Bourbon-Condé , forsætisráðherra Frakklands (f. 1692).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202. Fram kemur að Alþingi dæmdi Gunnfríði til að „hálshöggvast og höfuð hennar sett á stjaka“ en þó ekki án staðfestingar konungs. Sú staðfesting hefur ekki fundist í skjölum og því óvíst hvort þetta var gert eða Gunnfríði drekkt.