Oscar Lewis (25. desember 191416. desember 1970) var bandarískur mannfræðingur. Hann er einkum þekktur fyrir kenningu sem hann setti fram um menningu fátækra. Hann taldi að fólk sem elst upp við fátækt tileinki sér ákveðin gildi eða hegðunarmynstur sem hjálpar því að glíma við ýmis vandamál, en þessi sömu gildi gera það einnig að verkum að fátæku fólki gengur erfiðlega að brjótast úr fátækt. Lewis taldi meðal annars sterk fjölskyldubönd og það að lifa í núinu slík gildi. Kenning Lewis hefur verið umdeild.