Jólin koma

Ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum frá árinu 1932

Jólin koma er ljóðabók eða ljóðakver eftir Jóhannes úr Kötlum, sem kom fyrst út árið 1932. Í bókinni, sem er 32 blaðsíður, eru ljóð ætluð börnum, meðal annars ljóðið Jólasveinarnir, þar sem Jóhannes lýsir íslensku jólasveinunum þrettán. Með þessu ljóði má segja að hann hafi sett í fastar skorður nöfn jólasveinanna og þá röð sem jólasveinarnir fylgja þegar þeir halda til manna.

Bókin var myndskreytt af Tryggva Magnússyni og teikningar hans af íslensku jólasveinunum höfðu sitt að segja um hvernig fólk sá þá fyrir sér á fyrri hluta 20. aldar. Í kverinu eru meðal annars einnig kvæði um Grýlu og jólaköttinn.

Ljóðabókin Jólin koma hefur oftsinnis verið endurprentuð óbreytt frá upphafi og árið 2009 kom 26. prentunin út. Upphaflega var það Þórhallur Bjarnarson sem gaf kverið út en Heimskringla tók við útgáfunni 1968 og frá 1979 hefur Mál og menning verið útgefandinn.

Tenglar

breyta