Tjaldbúðin
Tjaldbúðin (eða Tjaldbúðarkirkjan) var ein kirkja Vestur-Íslendinga í Winnipeg. Hún var vígð þann 16. desember árið 1894 en byrjað var að reisa hana október sama ár. Kirkjan stóð á horninu á Sargent og Furby-götu. Tjaldbúðin var kirkja Tjaldbúðarsafnaðarins, en fyrsti prestur hennar var Hafsteinn Pétrsson. Þetta var krosskirkja með fjórum stöfnum og litlum turni upp úr miðjunni þar sem krossinn kemur saman. Utanmáls var kirkjan 52 fet á hvorn veg. Árið 1912 tók söfnurðinn þá ákvörðun að selja kirkjuna og reisa nýja. Sú nýja fékk sama nafn, en nefnist núna Fyrsta lúterska kirkjan og er stórt og vandað múrsteinshús.