1263
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1263 (MCCLXIII í rómverskum tölum)

Á Íslandi
breyta- Brandur Jónsson ábóti vígður til biskups á Hólum.
- Vestfirðingar, Borgfirðingar og Sunnlendingar austan Þjórsár samþykktu Gamla sáttmála á vorþingi á Þverárþingi.
- Þorleifur hreimur Ketilsson tók við sem lögsögumaður af föður sínum, Katli Þorlákssyni.
- Hrafn Oddsson hrakti Sturlu Þórðarson sagnaritara úr landi.
- Sólmyrkvi á Íslandi.
- Kötlugos og hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi.
- Fædd
- Dáin
Erlendis
breyta- 2. október - Alexander 3. Skotakonungur sigraði flota Hákonar gamla í orrustunni við Largs.
- 17. desember - Magnús lagabætir tók við konungdómi í Noregi eftir lát Hákonar gamla.
- Borgarastyrjöld hófst í Englandi milli Játvarðar 1. og aðalsmanna undir forystu mágs hans, Simon de Montfort.
- Genúumenn náðu borginni Chania á Krít af Feneyingum.
- Fædd
- Jólanda af Dreux, Skotadrottning (kona Alexanders 3.) og síðar hertogaynja af Bretagne (d. 1330).
- Dáin
- 12. september - Mindaugas, konungur Litáen.
- 14. nóvember - Alexander Nevskíj, stórhertogi af Hólmgarði.
- 16. desember - Hákon gamli, Noregskonungur, dó í Orkneyjum (f. 1204).