Ljóðlist
Ljóðlist er listgrein þar sem megináhersla er lögð á uppsetningu og hrynjandi tungumál, heldur en efnislegt innihald textans og fegurð tungumálsins getur fengið að njóta sín. Verk sem samin eru af ljóðskáldum nefnast ljóð.
Ljóðlist á sér langa sögu og eldri tilraunir til skilgreiningar (t.d. í verkum Aristótelesar) fjölluðu aðallega um framburð í leikritum, sem oft voru flutt í bundnu máli. Áhersla á hrynjandi og rím óx og var mikilvægur þáttur í skilgreiningu ljóðlistar á miðöldum. Frá miðri 20. öldinni hefur skilgreiningin verið útvíkkuð talsvert og skáldskapur í óbundnu máli getur fallið undir skilgreininguna að því gefnu að áhersla sé lögð á fagurfræði málsins.
Þótt skilgreiningin á ljóðum og ljóðlist hafi verið útvíkkuð í seinni tíð eru þó enn til afbrigði ljóðlistar sem lúta mjög ströngum bragfræðilegum reglum. Dæmi um það eru íslenska ferskeytlan og japanska ljóðformið haiku.
Ljóðmælandi er sá sem talar í ljóðinu og höfundur velur honum sjónarhorn. Hugblær er annað hugtak sem tengist ljóðalestri. Það tengist þeim tilfinningum sem ljóðið vekur hjá lesendanum
Skilgreining á ljóði
breytaGuðmundur Finnbogason sagði: Ljóð er það, sem vér finnum, að er ljóð! Hannes Pétursson segir svo um ljóð og kvæði í Bókmenntum:
- „Engin afmörkuð skilgreining er til, sem greini ljóð frá kvæði, og eru orðin notuð jöfnum höndum (t.d. ástarljóð, ástarkvæði, erfiljóð, erfikvæði), enda þótt þess gæti í seinni tíð að tengja ljóð fremur en kvæði við bundið mál, sem þykir ljóðrænt (lyrískt); einnig hefur komizt á að nota ljóð í samsetningunum óbundið ljóð og prósaljóð, þ.e. um ljóðrænt efni, sem hlítir ekki bragreglum. Þó eru þessi mörk ekki heldur glögg, því að bæði er talað um atómljóð og atómkvæði. Í fornu máli merkti ljóð erindi, og kemur orðið fyrir í heitum kvæða um ólík efni og undir ólíkum háttum, sbr. Hyndluljóð (undir fornyrðingslagi) og Sólarljóð (undir ljóðahætti)."