Alþjóðastofnun Moskvuháskóla

Alþjóðastofnun Moskvuháskóla (á rússnesku: Московский государственный институт международных отношений (университет) МИД России, of stytt í МГИМО eða MGIMO) er diplómataháskóli innan rússneska utanríkisráðuneytisins. Hið opinbera heiti er „Ríkisháskóli fyrir alþjóðasamskipti í Moskvu á vegum Utanríkisráðuneytis Rússneska Sambandsríkisins“. Stofnunin (eða háskólinn) er elsta og þekktasta menntastofnun Rússlands á sviði alþjóðasamskipta.

Merki MGIMO skólans.

MGIMO er leiðtogaháskóli og hefur sem slíkur það orðspor að vera elítuskóli Rússa. Á tímum Ráðstjórnarríkjanna voru það einkum börn ráðmanna (af svokallaðri „nomenklatura“) sem sóttu nám við MGIMO. Enn í dag eru margir af núverandi nemendum frá fjölskyldum leiðtogum rússneskra stjórn-, menningar og efnahagsmála. Skólinn er einnig þekktur að hafa innan raða sinna einn sterkasta hóp kennara í Evrópu, sem margir hverjir hafa verið sendiherrar eða ráðherrar.

MGIMO er talinn einn af bestu leiðtogaskólum í heiminum sem standa fyrir ólík stjórnmálakerfi: Sambærilegir skólar eru John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla og Lagaskóli Yale-háskóla, báðir í Bandaríkjunum, Sciences Po í Frakklandi og Graduate Institute of International and Development Studies í Genf Sviss.

MGIMO var stofnaður þann 14. október 1944, þegar miðstjórn Ráðstjórnaríkjanna endurskipulagði Alþjóðaskóla Ríkisháskóla Moskvuborgar. Meðal „stofnaðila“ MGIMO voru frægir rússneskir vísindamenn á borð við Jevgeníj Tarle, Georgíj Frantsov og Sergej Krylov (einn höfunda stofnskrár Sameinuðu þjóðanna).

Skólinn hóf göngu sína með 200 nemendum. Upphaflega voru þrír skólar innan MGIMO: Skóli alþjóðasamskipta, Viðskiptaskóli og Lagaskóli. Árið 1954 bættist við MGIMO Stofnun um Austurlenskar Rannsóknir sem var ein af elstu stofnunum Rússlands.

Stofnunin

breyta
 
MGIMO er leiðtogaskóli og hefur sem slíkur það orðspor að vera elítuskóli Rússa.

Í dag skiptist MGIMO í sex skóla og fjórir stofnanir. Að auki eru tvær stuðningsdeildir:

  • Alþjóðasamskiptaskóli (Stjórnarerindrekstur)
  • Alþjóðalagaskóli
  • Skóli alþjóðlegra viðskiptasamskipta
  • Stjórnmálafræðiskóli
  • Alþjóðablaðamannaskóli
  • Alþjóðaskóli viðskipta og stjórnunar
  • Stofnun alþjóðlegra stjórnsýslu
  • Stofnun Evrópulaga
  • Stofnun um alþjóða viðskiptatengsl
  • Alþjóðastofnun á sviði orkustefnu og samskipta
  • Deild undirbúningsþjálfunar
  • Deild starfsþróunar inna MGIMO

MGIMO veitir þjálfun á sviði alþjóðlegra samskipta, stjórnmálafræði, hagfræði, laga, stjórnunar, blaðamennsku og almannatengsla. Við skólann eru um 4.500 nemendur í háskólanámi sem og vísindamenn í framhaldsnámi á háskólastigi. Starfsmenn eru um 1.100 þar af meira en 150 prófessorar 300 dósentar. Á þriðja tug kennara eru inna Rússnesku Vísindaakademíunnar sem er æðsta vísindastofnun Rússa.

Háskólabókasafn MGIMO telur um 700.000 bækur og tímarit á rússnesku og yfir 30 erlendum tungumálum. Bókasafnið státar sig af sérstakri deild fágætra bóka sem telja um 21.000 bindi.

Meðal fyrrum nemenda MGIMO háskóla eru Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan, Sergej Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Andrej Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa, Ján Kubiš utanríkisráðherra Slóvakíu og Irina Bokova aðalframkvæmdastjóri UNESCO. Mjög margir sendiherrar Rússa hafa komið frá MGIMO, sem og leyniþjónustumenn Rússa.

Tenglar

breyta
 
Frá MGIMO í Moskvu, sem er þekktasta háskólastofnun Rússa á sviði alþjóðasamskipta.