Þjóðlagatónlist

tónlistarstefna
(Endurbeint frá Þjóðlag)

Þjóðlagatónlist er tegund tónlistar sem hefur rætur í menningu og sögu þjóðar.

Almenn skoðun á því hvað þjóðlagatónlist er hefur breyst mikið með tímanum. Í sinni ströngustu merkingu er þetta tónlist sem byggist upp á hefð, þá hefur hún verið samin og farið niður um kynslóðir. Efni laganna fór eftir því hvaðan þú komst, hverjar hefðirnar eru þar, siðirnir, sagan og þjóðfræðin. Stundum voru þetta lög um betra líf en þekktist þar sem þú bjóst og seinna bættist í efnislega hlutann að semja texta við lögin sem mótmæli.[1]

Einkenni

breyta
 
Kóreskir Þjóðlagatónlistarmenn
 
Armenskir Þjóðlagatónlistarmenn

Það er ekki auðvelt að finna einkenni þjóðlaga og eru þau illa skiljanleg. Þegar lag er samið og flutt í fyrsta sinn er það verk þess flytjanda sem fór með það en um leið og aðrir læra það og syngja getur lagið endurmótast mikið. Það sem maður getur einkennt vel er þó söngstíllinn. Ameríski þjóðlagafræðimaðurinn Alan Lomax skipti stílnum niður í þrennt: evrasíska stílinn og gamla og nýja evrópska stílinn. Evrasíski stíllinn, sem fannst einkum í Suður-Evrópu og einnig í pörtum af Bretlandi & Írlandi, var spenntur og skreyttur stíll og byggðist langoftast í kringum einsöngva. Gamli evrópski stíllinn, sem hægt er að finna víða í Mið-, Vestur- og Norður-Evrópu, er mun rólegri en evrasíski stíllinn og er oft byggður upp í kringum hópsöngva þar sem raddirnar blandast vel saman. Nútíma evrópski stíllinn sem er aðallega að finna í Vestur-Evrópu er hægt að segja að sé blanda af þeim báðum.

Hljóðfærin sem notuð voru í þjóðlagatónlist er hægt að skipta niður í fjóra flokka. Fyrsti hópurinn, sem samanstendur af afar einföldum hljóðfærum, þau eru til dæmis hristur, flautur með og án fingrahola, lauf, beinflautur og margt margt fleira. Annar hópurinn samanstendur af hljóðfærum sem voru tekin til Evrópu eða Ameríku frá óevrópskum menningarheimum og breyttust. Til dæmis banjóið og klukknaspilið frá Afríku. Þriðji hópurinn sýnir okkur hljóðfæri sem spruttu uppúr þorpsmenningum og gott dæmi um það er einskonar fiðla sem var búin til úr tréskó í Norðvestur-Þýskalandi. Fjórði og sennilega mikilvægasti hópurinn samanstendur af hljóðfærum frá vinsælum tónlistarstefnum eins og klassískri tónlist og popptónlist. Þeim hópi tilheyrir þá fiðlan, bassa víólan, klarínett, gítar og fleira. [2]

Uppruni

breyta

Það er erfitt að rekja uppruna þjóðlagatónlistarinnar vegna þess að alla tónlist, óháð stefnu hennar, er hægt að rekja aftur til þjóðlaga þar sem að þannig byrjaði þetta, og allt sem gerðist eftir hana er einfaldlega þróun út frá henni. Tónlistarmennirnir Louis Armstrong og Big Bill Broonzy hafa báðir sagt: „All music is folk music. I ain‘t never heard a horse sing a song.“

Uppruni hennar leynist einhversstaðar í fortíðinni, en þróun hennar hefur verið mótuð af áhrifum frá mörgum menningarheimum út um allan heim, og þó svo að hver einasta menning hafi sína eigin gerð þjóðlagatónlistar, þá höfðu þau öll áhrif á það hvernig stefnan lítur út í dag.[1]

Ameríka

breyta

Þjóðlagatónlist reis mikið í Bandaríkjunum á árunum 1920-1940. Þetta voru erfiðir tímar. Kreppan stóð á, fólk átti í miklum erfiðleikum með að fá vinnu þar sem aðstæðurnar voru ásættanlegar og fleira eins og barnaþrælkunarlögin setti þungan brag á samfélagið. Þar kom þjóðlagatónlistin inn, þar sem fólk gat komið orði sínu fram með tónlistinni og mótmælt með henni. Vinnufólk og þjóðlagasöngvarar hópuðust í kirkjum og sölum og sungu þessi lög til að sýna fram á samstöðu og hjálpuðu hvort öðru á þessum erfiðu tímum. Joe Hill átti stóran þátt í þessum mótmælum. Hann fæddist 7. október 1879 og var aktívisti, textasmiður og meðlimur hóps iðnaðarverkamanna í heiminum(Industrial Workers of the World). Joe Hill samdi texta við gömul þjóðlög með tilliti til samfélagsins, kreppunnar og mótmælum. Þessi lög urðu að aðal mótmælasöngvum verkfallsfólks og mótmælenda. Hill var seinna fundinn sekur fyrir morð og var dæmdur til dauða, það er þó mikið efast um aðild hans að morðinu og því var eini raunverulegi glæpurinn hans að vera meðlimur IWW.

Fall hlutabréfamarkaðsins og erfiðir tímar sem fylgdu sáu uppsprettu söngvara á borð við Woody Guthrie, Jimmie Rodgers og Pete Seger sem einnig, eins og Hill, notuðu þjóðlagatónlistina sem mótmæli fyrir almenning. Næstu stóru öldurnar í tónlistinni voru svipaðar en þar má telja baráttu borgaralegra réttinda, mótmæli á inngöngu Bandaríkjanna í Víetnam stríðið og stríðið í [Mið-Austurlönd|Mið-Austurlöndunum]].

Fimmti, sjötti og sjöundi áratugurinn var mikil sundlaug stórkostlegra listamanna. Þar má nefna menn eins og Joan Baez, Bob Dylan, Phil Ochs, Tim Buckley, Bill Spence og Tom Baxton, sem allir fetuðu einnig í þau fótspor að skrifa mótmælitexta við lögin sín. Bob dylan var sennilega áhrifamesti tónlistarmaður stefnunnar og átti mestallan þátt í því að koma tónlistinni á framfæri almennings með því að fá mikla útvarpsspilun og um miðjan sjöunda áratuginn var stefnan orðin það vinsæl að þættir tileinkaðir henni voru sýndir í sjónvarpi víða, og það ýtti verulega undir aðdáendahóp tónlistarinnar.[1]

Kanada

breyta

Á meðan þjóðlagatónlistin blómstraði og óx í Bandaríkjunum gerði hún það sama í Kanada. Þaðan spruttu upp tónlistarmenn eins og Gordon Lightfoot, Leonard Cohen, Joni Mitchell og margir fleiri.[1]

Bretland

breyta

Þjóðlagatónlist í Englandi á sér langa sögu, og mörg einstök svæði í landinu eiga þeirra eigin hefðbundna þjóðlagastíl og hefðir sem hafa lifað í gegnum árin, þó svo að þeirra stíll sé ekki þekktur eða vinsæll utan þess svæðis.

Við upphaf tuttugustu aldar var þjóðlagatónlist í Bretlandi uppfull af léttum klassískum listamönnum, sem fengu sínar vinsældir með uppgötvun útvarpsins. Eftir seinni heimsstyrjöldina breyttist þetta þó. Rómantískari stíll tónlistarinnar varð mjög vinsæll. Á sjöunda áratugnum varð til svokallað „electric folk“ í stefnunni þar sem fólk notaðist við hljóðfæri eins og rafmagnsgítarinn við tónlistina. Þessi undirstefna og pólitískur aktívismi í þjóðlagatónlist olli uppnámi í Bretlandi. Hinsvegar dofnuðu vinsældir stefnunnar ekki heldur, þvert á móti hækkuðu vinsældirnar jafnt og þétt upp að fyrri hluta áttunda áratugsins, þegar aðrar stefnur urðu gífurlega vinsælar, eins og diskó.

Á níunda áratugnum endurvöktust vinsældir í tónlistinni sem samanstóð af pönk rokki og pólitískum mótmælum. Þessi gerð stefnunnar nýtur enn þann dag í dag mikillar vinsældar en þó ekki nærri eins mikillar og á sjötta og sjöunda áratuginum.[3]

Íslensk þjóðlagatónlist

breyta

Til íslenskrar þjóðlagatónlistar teljast sagnadansar, stemmur, sálmalög, hljóðfæraleikur, jólalög, þulur og fleira.

Áhrifamiklir tónlistarmenn stefnunnar

breyta
 
Bob Dylan (1963)

Bob Dylan

breyta

Bob Dylan fæddist 24. maí 1941 í Duluth, Minnesota. Hann er amerískur söngvari, lagasmiður, höfundur, ljóðskáld og málari, og verið stór goðsögn í tónlistarsögunni í um fimm áratugi. Hans vinsælustu lög eru allt frá sjöunda áratugnum. Mörg af hans lögum eins og til dæmis „Blowin‘ in the Wind“ og „The Times They are a-Changin“ urðu að þjóðsöngvum hreyfinga borgaralegs réttar. Politík, samfélagið, heimspeki og bókmenntir eru helstu áhrifavaldar texta hans, sérstaklega á fyrri árum. Honum hefur mikið verið verðlaunað fyrir skrif sín og söng, og hann hefur fengið bæði Grammy, Golden Globe og Academy Awards verðlaun

Bob Dylan er enn í dag að láta til sín taka en platan hans „Modern Times“, sem kom út 9. ágúst 2006, komst í fyrsta sæti á Ameríska plötulistanum og var valin plata ársins af Rolling Stone.

Ani Difranco

breyta

Ani Difranco fæddist 23. september 1970. Hún er þekkt fyrir að vera mjög hugmyndaríkur listamaður, en hún hefur gefið út yfir tuttugu plötur, og er hún einnig víða þekkt sem feminísk táknmynd. Hún fékk mikil lof frá helstu tónlistartímaritum eftir að hún sagði við öll útgáfufyrirtæki að hún skildi gefa út tónlistina sína á hennar eigin fórsemdum, en ekki að gera þetta að einhverri merkjavöru. Rolling Stone kallaði hana „fiercely independent“ All music guide sagði hana vera „inspirational“ og The New York Times kallaði hana „the ultimate do it yourself songwriter“.

Woody Guthrie

breyta

Woody Guthrie fæddist 14. júlí árið 1912 í Okemah, Oklahoma. Faðir hans kenndi vestræn lög, indverska söngva og skoska þjóðlagatónlist og hafði mikil áhrif á Woody. Hann átti erfitt fjölskyldulíf og æsku í Oklahoma þar sem eldri systir hans dó af slysförum, fjölskyldan lenti í miklum efnahagsvandræðum og seinna missti hann móður sína, sem einnig hafði gífurleg áhrif á hann. Guthrie einblíndi á tónlist sem talaði fyrir þá sem minna máttu sín og þá sem áttu í erfiðleikum á þessum erfiðu tímum.

Meðal hans frægustu lögum eru „I Ain‘t got No home“, „Goin‘ Djown the Road Feelin‘ Bad“, Talking Dust Bowl Blues“ og fleira. Í seinni hluta fimmta áratugs var hann greindur með mjög sjaldgæfan taugasjúkdóm, „Huntington‘s Chorea“, hrörnunarsjúkdómur sem myndi á endanum ræna hann mættinum og heilsunni. Vegna sjúikdómsins var framkoma hans bæði á sviði og af því mjög ofbeldisfull og óreiðumikil, sem myndaði streitu í hans einka-og atvinnulífi.[4]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 History of Folk music. [1] Geymt 7 maí 2013 í Wayback Machine. Sótt 7. mars 2013.
  2. General characteristics of folk music. [2]. Sótt 7. mars 2013.
  3. English Folk music. [3] Geymt 30 nóvember 2012 í Wayback Machine. Sótt 13. mars 2013.
  4. Influential Folk Performers. [4] Geymt 20 mars 2013 í Wayback Machine. Sótt 13. mars 2013.

Tengt efni

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.