Bríet Héðinsdóttir

Bríet Héðinsdóttir (14. október 1935 - 26. október 1996) var íslensk leikkona og leikstjóri.

Bríet ólst upp í Reykjavík og foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálína Pálsdóttir söngkennari og Héðinn Valdimarsson alþingismaður, verkalýðsfrömuður og forstjóri. Föðuramma Bríetar og nafna var kvenréttindakonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Bríet átti þrjár dætur Laufeyju Sigurðadóttur fiðluleikara, Guðrúnu Theódóru Sigurðardóttur sellóleikara og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.

Bríet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, nám í enskum og þýskum bókmenntum og leiklist í Vín og útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1962.

Bríet var fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið frá 1966 og til dauðadags. Hún lék fjölda hlutverka í Þjóðleikhúsinu auk þess sem hún leikstýrði og samdi leikgerðir. Árið 1988 sendi Bríet frá sér bókina Strá í hreiðrið en hún er byggð á bréfasafni ömmu hennar, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.[1]

TilvísunBreyta

  1. „Merkir Íslendingar - Bríet Bjarnhéðinsdóttir“, Morgunblaðið 14. október 2014 (skoðað 29. ágúst 2019)