Katalónska lýðveldið (2017)

Katalónska lýðveldið (katalónska: República Catalana) var stuttlíft, óviðurkennt ríki á Íberíuskaga. Katalónska þingið lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni í stjórnarkreppu sem varð til í kjölfar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Eftir að katalónska þingið lýsti yfir sjálfstæði beitti spænska þingið 155. grein stjórnaskrá Spánar til að taka yfir stjórn Katalóníu. Stuttu seinna leysti forsætisráðherra Spánar Mariano Rajoy katalónska þingið upp og boðaði til stjórnarkosninga í Katalóníu þann 21. desember 2017.

Frá og með 27. október 2017 hefur ekkert ríki viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. Þann 30. október höfðu spænsk yfirvöld endurheimt yfirráð í Katalóníu án þess að mæta verulegri mótspyrnu aðskilnaðarsinna.[1]

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Tadeo, Maria; Strauss, Marine; Duarte, Esteban (30. október 2017). "Catalonia Bows to Spanish Authority as Rajoy's Strategy Prevails". Bloomberg. Sótt 31. október 2017.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.