1322
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1322 (MCCCXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Jón Halldórsson varð biskup í Skálholti.
- Ríkisráð og biskupar í Noregi kusu Lárentíus Kálfsson biskup á Hólum. Hann var þó ekki vígður fyrr en 1324.
- Bergur Sokkason varð príor í Möðruvallaklaustri.
Fædd
Dáin
- Auðunn rauði Hólabiskup (f. um 1250).
Erlendis
breyta- 3. janúar - Karl 4. varð konungur Frakklands og Navarra.
- 16. mars - Játvarður 2. Englandskonungur bældi niður uppreisn aðalsmanna í orrustunni við Boroughbridge.
- 19. maí - Hjónaband Karls 4. Frakkakonungs og Blönku drottningar gert ógilt. Hún hafði þá setið í dýflissu í átta ár.
- 21. september - Karl 4. giftist Maríu af Lúxemborg.
- 28. september - Orrustan við Mühldorf í Bæjaralandi á milli Bæverja undir forystu Lúðvíks af Wittelsbach (síðar keisara) og Austurríkismanna undir forystu Friðriks fagra af Habsborg, en þeir höfðu báðir verið kjörnir konungar Þýskalands 1314. Orrustan var síðasta stórorrustan í Evrópu á miðöldum þar sem skotvopn komu ekki við sögu.
- 14. október - Róbert Bruce Skotakonungur vann sigur á liði Játvarðar 2. Englandskonungs í orrustunni við Byland.
- Sveitir Ingibjargar Hákonardóttur hertogaynju undir forystu Knúts Porse gerðu innrás á Skán.
Fædd
Dáin
- 3. janúar - Filippus 5. Frakkakonungur (f. 1292).