George Grenville
George Grenville (14. október 1712 – 13. nóvember 1770) var breskur stjórnmálamaður úr röð Vigga sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1763 til 1765. Grenville kom úr áhrifamikilli stjórnmálafjölskyldu og steig fyrst á breska þingið árið 1741. Hann var þá einn af „hvolpum Cobhams“, hópi ungra þingmanna sem fylgdu Cobham lávarði að málum.
George Grenville | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 16. apríl 1763 – 13. júlí 1765 | |
Þjóðhöfðingi | Georg 3. |
Forveri | Jarlinn af Bute |
Eftirmaður | Markgreifinn af Rockingham |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 14. október 1712 Wotton Underwood, Buckinghamshire, Englandi |
Látinn | 13. nóvember 1770 (58 ára) Mayfair, Middlesex, Englandi |
Þjóðerni | Breskur |
Stjórnmálaflokkur | Viggar |
Maki | Elizabeth Wyndham (g. 1749; d. 1769) |
Háskóli | Christ's Church (Oxford) |
Árið 1754 varð Grenville féhirðir sjóhersins og gegndi því embætti til ársins 1761. Í október árið 1761 gerðist hann leiðtogi neðri deildar breska þingsins og komst upp á kant við tengdabróður sinn, William Pitt eldri, sem hafði sagt sig úr ríkisstjórninni. Grenville varð síðan ríkisritari norðurdeildar Bretaveldis og flotamálaráðherra í ríkisstjórn Bute lávarðar. Þann 8. apríl 1763 sagði Bute lávarður af sér og Grenville tók við sem forsætisráðherra.[1]
Ríkisstjórn Grenville reyndi að hafa hemil á ríkisútgjöldum og tók valdmannslega stefnu í utanríkismálum. Þekktasta aðgerð Grenville-stjórnarinnar var Stamp-lagasetningin árið 1765 sem kom á almennum skatti á nýlendur Bretlands í Ameríku. Skatturinn var mjög óvinsæll í Ameríku og var síðar felldur niður. Samband Grenville við samstarfsmenn sína og við konunginn versnaði stöðugt og svo fór að lokum að Georg 3. leysti hann frá störfum og gerði Rockingham lávarð að forsætisráðherra í hans stað. Síðustu fimm ár ævi sinnar sat Grenville í stjórnarandstöðu og sættist opinberlega við Pitt.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Public Opinion and the House of Commons: John Wilkes“. A History of England, by Charles M. Andrews, Professor of History in Bryn Mawr College History. Library 4 History. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2010. Sótt 28. október 2010.
Fyrirrennari: Jarlinn af Bute |
|
Eftirmaður: Markgreifinn af Rockingham |