Adam Wilhelm Moltke

Adam Wilhelm Moltke lénsgreifi af Bregentved (25. ágúst 178515. febrúar 1864) var fyrsti forsætisráðherra Danmerkur og undirritaði sem slíkur dönsku stjórnarskránna árið 1849. Hann myndaði fjögur ráðuneyti á árunum 1848 til 1852. Það fyrsta þeirra átti að heita samsteypustjórn Hægriflokksins og De nationalliberale en eftir að þeim síðarnefndu var stuggað á brott varð stjórn Moltke sífellt íhaldssamari.

Adam Wilhelm Moltke
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
22. mars 1848 – 27. janúar 1852
ÞjóðhöfðingiFriðrik 7.
ForveriFyrstur í embætti
EftirmaðurChristian Albrecht Bluhme
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. ágúst 1785
Einsidelsborg, Danmörku
Látinn15. febrúar 1864 (78 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiFrederikke Louise Knuth
Marie Elisabeth Knuth
Börn2

Ævi og störf breyta

Moltke fæddist á Fjóni, sonur stórættaðs dansks greifa og þýskrar eiginkonu hans. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1805 og hóf þegar glæstan embættisferil, þar á meðal var hann sendur til að taka þátt í friðarsamningum í Jönköping í kjölfar stríðs Dana og Svía. Hann erfði lén föður síns árið 1818 og hóf umfangsmikinn búrekstur. Samhliða þeim umsvifum hélt hann áfram að sinna ýmsum opinberum störfum, meðal annars sem fjármálaráðherra.

Marsbyltingin 1848 leiddi til stjórnarkreppu í Danmörku og féllst Moltke á að stýra nýrri ríkisstjórn þar sem leiða skyldi sama fulltrúa íhaldssamari stórlandeigenda og frjálslynda þjóðernissinna. Hin nýja stjórn var hægfara í stefnumálum en byggði þó á ákveðnum lýðræðislegum grundvallarreglum. Með hverri breytingu sem gerð var á stjórninni fækkaði frjálslyndum fulltrúum, sem ýmist sögðu af sér eða voru látnir víkja vegna þrýstings frá útlöndum. Í ársbyrjun 1852 lét Moltke af störfum og byggðist sú ákvörðun að miklu leyti á deilum um afstöðuna til Slésvíkurmálsins.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Forsætisráðherra Danmerkur
(22. mars 184827. janúar 1852)
Eftirmaður:
Christian Albrecht Bluhme