Guðmundur Ásbjörnsson
Guðmundur Ásbjörnsson (11. september 1880 – 15. febrúar 1952) var verslunarmaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1918 til 1952.
Ævi og störf
breytaGuðmundur fæddist á Eyrarbakka og lauk þar sveinsprófi í trésmíðum aldamótaárið 1900. Hann fluttist til Reykjavíkur skömmu síðar og stofnaði vinnustofu og hóf í kjölfarið verslunarrekstur. Árið 1915 stofnaði hann verslunina Vísi að Laugavegi 1 í samstarfi við Sigurbjörn Þorkelsson.
Hann var kjörinn í bæjarstjórn árið 1918 og átti þar sæti til dauðadags. Hann var forseti bæjarstjórnar frá 1926 til 1952 og hefur enginn gegnt því embætti jafn lengi. Á þessu tímabili var han margoft settur borgarstjóri í afleysingum.
Auk setunnar í bæjarstjórn var Guðmundur virkur í ýmsum félagsmálum. Hann sat í stjórn Trésmíðafélags Reykjavíkur, Verslunarráðs Íslands, formaður stjórnar Árvakurs og stjórnarmaður og síðar stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis frá stofnun hans 1932 til dauðadags.
Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.
Heimild
breyta- Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.