Theodore Robert „Ted“ Bundy (24. nóvember 1946 - 24. janúar 1989) er einn af alræmdustu raðmorðingjum í sögu Bandaríkjanna. Bundy nauðgaði og myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978. Eftir að hafa haldið fram sakleysi sínu í meira en áratug, játaði Bundy að lokum að hafa framið 30 morð. Engu að síður er raunverulegur fjöldi fórnarlamba á huldu. Venjulega nauðgaði Bundy fórnarlömbum sínum og myrti þau að lokum með barefli eða kyrkti. Bundy átti það einnig til að nauðga fórnarlömbum sínum eftir að hafa myrt þau.

Ted Bundy í varðhaldi í Flórída, 27. júlí, 1978.

Í mótsögn við grimmd glæpa sinna, var Bundy oft lýst sem þokkafullum og vel menntuðum einstaklingi. Vinir og kunningjar mundu eftir Bundy sem myndarlegum manni og vel máli förnum.

Hann ólst upp í heimili móðurforeldra sinna og var sagt að mamma hans væri aðeins eldri systir hans og afi hans og amma væru mamma hans og pabbi. Hann komst aðeins á fullorðinsaldri að hinu sanna þó hann hefði grunað að ekki væri allt með feldu.

Daginn sem hann var tekin af lífi gerði hann tilraun til að fresta aftökunni með því að játa á sig, með réttu eða röngu, fleiri morð en allt kom fyrir ekki og hann var tekinn af lífi í rafmagnsstól. Hann var haldinn bæði almennum kvalarlosta og 'nekrófílíu'. Hann valdi sér helst konur með sítt hár sem þær greiddu til beggja hliða í miðjunni, vegna þess að fyrsta kærasta hans var með þannig hár, en hann hélt því fram að hún hafi svikið hann með því að hætta með honum

  Þetta æviágrip sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.