Ocean Ranger
Ocean Ranger var fljótandi olíuborpallur sem sökk 15. febrúar 1982 þar sem hann var við könnunarborun á Miklabanka úti fyrir Nýfundnalandi, 267 km austan við St John's fyrir Mobil. Allir um borð, 84 að tölu, fórust.
Pallurinn var smíðaður fyrir ODECO í New Orleans af Mitsubishi Heavy Industries í Hiroshima í Japan árið 1976. Hann var hannaður til að þola aðstæður á opnu hafi, allt að 100 hnúta vindhraða og 34 metra öldur. Hann var notaður við strendur Alaska, New Jersey og Írlands áður en hann var sendur til Nýfundnalands.