Henry Addington, fyrsti vísigreifinn af Sidmouth (30. maí 1757 – 15. febrúar 1844), var breskur stjórnmálamaður. Hann var forsætisráðherra Bretlands frá 17. mars 1801 til 10. maí 1804.

Henry Addington
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
17. mars 1801 – 10. maí 1804
ÞjóðhöfðingiGeorg 3.
ForveriWilliam Pitt yngri
EftirmaðurWilliam Pitt yngri
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. maí 1757
Bedford Row, Holborn, Middlesex, Englandi
Látinn15. febrúar 1844 (86 ára) White Lodge, Richmond Park, Surrey, Englandi
MakiUrsula Hammond (g. 1781; d. 1811)
Marianne Townsend (g. 1823)
HáskóliBrasenose-háskóli (Oxford)
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Addington var sonur Anthony Addingtons, einkalæknis Williams Pitt eldri, og Mary Hiley, dóttur prestsins Havilands John Hiley, skólastjóra skólans í Reading. Vegna starfs föður síns varð hann æskuvinur Williams Pitt yngri. Addington stundaði nám við Winchester-háskóla og Brasenose-háskóla (Oxford) áður en hann byrjaði laganám í skólanum Lincoln's Inn.

Addington var kjörinn á neðri deild breska þingsins árið 1784 fyrir Devizes-kjördæmi í Wiltshire. Hann varð þingforseti neðri deildarinnar árið 1789. Árið 1801, eftir að ríkisstjórn Pitt yngri féll vegna ágreinings um réttindi kaþólikka á Bretlandi, var Addington valinn til að taka við af honum sem forsætisráðherra.

Á ráðherratíð Addingtons sömdu Bretar um frið við Frakkland og skrifuðu árið 1802 undir friðarsáttmála í Amiens sem batt enda á frönsku byltingarstríðin og kom á friði í Evrópu í fyrsta sinn í rúman áratug. Friðarskilmálarnir voru mjög óvinsælir í Bretlandi en Bretar neyddust til þess að semja um frið þar sem landið rambaði á barmi efnahagshruns og hungursneyðar vegna stríðsrekstursins. Snemma árið 1803 hafði efnahagur Bretlands náð sér á strik og því rufu Bretar friðarsáttmálann og lýstu yfir stríði á hendur Frakklandi þann 18. maí. Þar með hófst fyrsta stríð Napóleonsstyrjaldanna.

Addington þótti lélegur stríðsleiðtogi og þegar syrti í álinn árið 1804 var hann að lokum sviptur embætti og Pitt yngri varð forsætisráðherra á ný. Addington var þó áfram áhrifamikill stjórnmálamaður og næsta ár var hann gerður vísigreifi af Sidmouth. Hann tók sæti í ríkisstjórn Pitt árið 1806 sem forseti ríkisráðsins og innsiglisstjóri. Hann tók árið 1807 sæti í ríkisstjórn Williams Grenville, aftur sem forseti ríkisráðsins. Hann gerðist innanríkisráðherra árið 1812. Í því embætti vakti hann reiði stjórnarandstöðunnar þegar hann nam úr gildi rétt fangelsaðra til réttarhalda árið 1817, stóð fyrir fjöldamorðum gegn mótmælendum í Peterloo árið 1819 og setti sex lagaskipanir sem bönnuðu fundi um róttækar umbætur.

Addington lét af þessu embætti árið 1822 og við honum tók Robert Peel. Hann sat áfram sem ráðherra í ríkisstjórnini í tvö ár í viðbót. Hann mótmælti því að Bretland viðurkenndi nýju lýðveldin í Suður-Ameríku, mótmælti því að kaþólikkar fengju aukin réttindi og kaus á móti kjördæmaumbótum árið 1832.

Heimild

breyta


Fyrirrennari:
William Pitt yngri
Forsætisráðherra Bretlands
(17. mars 180110. maí 1804)
Eftirmaður:
William Pitt yngri