Giorgio Moroder
Giovanni Giorgio Moroder (fæddur 26. apríl 1940 í Ortisei, Ítalíu sem Hansjörg Moroder) er ítalskur útgefandi, tónlistarframleiðandi og lagasmiður. Hann er þekktastur fyrir framleiðslu sína á diskósmellum Donnu Summer á borð við „I Feel Love“ (1977) sem höfðu mikil áhrif á nýbylgjutónlist 9. áratugarins. Hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Miðnæturhraðlestin 1978.
Meðal þekktustu laga hans eru:
- E=MC2 (1979)
- I’m Left You’re Right She’s Gone (1977)
- I Wanna Rock You
- From Here To Eternity
- The Chase (Midnight Express)
Giorgio átti fjölmörg lög á útvarpsstöðinni Flashback 95.6 í tölvuleiknum Grand Theft Auto: Liberty City Stories. Lögin sem talin eru hér að framan skipuðu sess á stöðinni en einnig lagið First Hand Experience in Second Hand Love.