Pelé
Edson Arantes do Nascimento eða Pelé (f. 1940) er brasilískur fyrrum knattspyrnumaður. Hann spilaði sem framherji og er talinn einn bestu leikmanna allra tíma.
Pelé | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Edson Arantes do Nascimento | |
Fæðingardagur | 23. október 1940 | |
Fæðingarstaður | Três Corações, Minas Gerais, Brasilía | |
Hæð | 1,73m | |
Leikstaða | Framherji | |
Yngriflokkaferill | ||
1953-1956 | Bauru | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1956-1974 1975-1977 |
Santos FC New York Cosmos |
638 (619) 56 (31) |
Landsliðsferill | ||
1957-1971 | Brasilía | 92 (77) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Pelé hóf að spila með brasilíska liðinu Santos aðeins 15 ára gamall og brasilíska landsliðinu 16 ára gamall. Með Santos vann hann 6 brasilíska deildartitla, ásamt fleiri titla í fylkinu Sao Paulo (Campeonato Paulista keppnin) og bikartitla.
Hann vann 3 heimsmeistaratitla með landsliðinu: 1958, 1962 og 1970. Eftir að hann lagði skóna á hilluna starfaði hann í þágu knattspyrnu á ýmsan máta.