Ungmennafélagið Leiknir

Ungmennafélagið Leiknir Fáskrúðsfirði er íþróttafélag í þorpinu Fáskrúðsfirði sem er hluti sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Félagið var stofnað á jóladag árið 1940. Karlaknattspyrnulið félagsins leikur í 1. deild sumarið 2020.

SagaBreyta

Leiknir Fáskrúðsfirði hóf þátttöku í þriðju deild Íslandsmótsins árið 1968 og lék þar óslitið til 1981. Þegar stofnað var til fjórðu deildar sumarið 1982 færðist Leiknir niður í hana. Sumarið 1984 varð liðið meistari í fjórðu deild og færðist þannig upp um deild í fyrsta sinn í sögunni. Eftir tveggja ára dvöl í þriðju efstu deild féll Leiknir á ný og dvaldi óslitið í fjórðu efstu deild frá 1987-2014, þar á meðal um skeið sem hluti af KBS í samstarfi vuð Stöðfirðinga og Breiðdalsvík.

Árin 2014 og 2015 fór Leiknir upp um tvær deildir og keppti í næstefstu deild í fyrsta sinn sumarið 2016, en tvö önnur Austfjarðalið léku í deildinni það ár. Leiknir kom mjög á óvart með því að halda sér uppi og endaði í 10. sæti sem er besti árangurinn í sögu félagsins. Sumarið 2017 féllu Leiknismenn niður um deild en höfðu þar stutta viðkomu því liðið varð meistari í þriðju efstu deild sumarið 2019.

Leiknir hefur aldrei komist í 16-liða úrslit í bikarkeppni KSÍ.

 
1. deild karla • Lið í 1. deild karla 2015 
 

  Fram  •   Fylkir  •   Grótta  •  Haukar  •  HK  •   ÍR  •   Keflavík  •   Leiknir
  Leiknir F.  •   Selfoss  •   Þróttur •   Þór

Leiktímabil í 1. deild karla (1955-2018) 

1951 • 1952 • 1953 • •1954•

1955195619571958195919601961196219631964
1965196619671968196919701971197219731974
1975197619771978197919801981198219831984
1985198619871988198919901991199219931994
1995199619971998199920002001200220032004
2005200620072008200920102011201220132014
20152016201720182019

Tengt efni: MjólkurbikarinnLengjubikarinnMeistarakeppni karla
Úrvalsdeild karla1. deild2. deild3. deild4. deild

----------------------------------------------------------------------------------------------
Mjólkurbikarinn kvennaLengjubikarinnMeistarakeppni kvenna
Úrvalsdeild kvenna1. deild2. deildDeildakerfiðKSÍ