Katyn-fjöldamorðin

Katyn-fjöldamorðin fóru fram í apríl 1940 í Katyn skógi, 19 km vestur af Smolensk í Sovétríkjunum þegar Rússar myrtu 22.000 pólska herforingja, lögreglumenn, menntamenn auk annarra að fyrirskipun Jósefs Stalíns í því skyni að afhöfða pólska herinn. Það var ekki fyrr en 1990, sem sovésk yfirvöld játuðu, að þarna hefði sovéska leynilögreglan verið blóðug upp fyrir axlir.

Lík pólskra herforingja í fjöldagröf í Katyn-skógi árið 1943.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.