Tom Jones
Sir Thomas Jones Woodward (f. 7. júní 1940), betur þekktur sem Tom Jones, er velskur söngvari með áberandi sterka baritónrödd, sem átti röð af smellum frá 7. áratug 20. aldar. Hann hefur átt 36 lög á topp 40-vinsældarlistanum í Bretlandi og 19 í Bandaríkjunum. Hann kom reglulega fram í Las Vegas frá 1967 til 2011. Meðal þekktustu laga Tom Jones eru „It's Not Unusual“, „What's New, Pussycat?“, „Thunderball“, „Delilah“, „She's a Lady“ og „Sex Bomb“.