Jón Ólafsson (ritstjóri)
- Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið þetta nafn.
Jón Ólafsson (20. mars 1850 – 11. júlí 1916) var íslenskur blaðamaður, ritstjóri og alþingismaður.
Jón fæddist á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Hann hóf nám við Latínuskólann aðeins þrettán ára gamall en lauk ekki námi enda þegar á skólaárum sínum farinn að sinna blaðamennsku. Tvisvar hrökklaðist hann úr landi vegna skrifa sem ergðu stjórnvöld, en hann þótti hvassyrtur og óbanginn við að senda tóninn þangað sem honum fannst að ætti við. Í fyrra skiptið flúði hann til Noregs eftir að hafa birt Íslendingabrag í blaðinu Baldri, en það var svæsin níðvísa um danska stjórn. Hann var kærður fyrir skrifin en að lokum sýknaður í yfirrétti. Síðar lenti honum saman við Hilmar Finsen landshöfðingja og fluttist þá um tíma til Ameríku.
Frá 1877 til 1881 ritstýrði hann blaðinu Skuld sem gefið var út á Eskifirði. Eftir það tók hann við ritstjórn Þjóðólfs í nokkur ár. Frá 1890 til 1897 bjó hann í Vesturheimi og ritstýrði þar ýmsum blöðum.
Hann var ekki síst þektur fyrir sinn kveðskap en hann orti til dæmis 21 árs gamall „Máninn hátt á himni skín".
Þingmennsku gegndi Jón með hléum frá 1880 til 1913, var hann í fyrstu einn af dyggustu stuðningsmönnum Benedikts Sveinssonar en lauk þingferlinum í Heimastjórnarflokknum.
Vesturheimur
breytaJón skrifaði ritið Alaska þar sem hann setti fram draumkennda framtíðarsýn þar sem Íslendingar næðu að verða stórþjóð með því að stofna nýlendu í Alaskaríki sem Bandaríkin höfðu nýlega fest kaup á.
Fyrirrennari: Einar H. Kvaran |
|
Eftirmaður: Þorsteinn Gíslason |
Tenglar
breyta- Alþingi - Æviágrip:Jón Ólafsson
- Um Jón Ólafsson. Jón Jónsson frá Sleðabrjót, Iðunn - nýr flokkur 1. júlí 1917, bls. 100–122.
- Bókmenntagagnrýni á almannavettvangi; Auður Aðalsteinsdóttir, doktorsritgerð við Háskóla Íslands febrúar 2016.