Hrafn Gunnlaugsson
Hrafn Gunnlaugsson (fæddur 17. júní 1948 í Reykjavík) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur. Hann er sonur Gunnlaugs Þórðarsonar hæstaréttarlögmanns (f. 14. apríl 1919, d. 20. maí 1998) og Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu (f. 15. október 1923, d. 2013). Kona hans er Edda Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur börn. Systir Hrafns er Tinna Gunnlaugsdóttir, leikkona og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.
Menntun
breytaHrafn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968. Eftir það hélt hann til Svíþjóðar og lærði við Háskólann í Stokkhólmi og lauk þaðan Fil. kand. prófi árið 1973. Ári síðar lauk hann prófi í kvikmyndagerð frá Dramatiska institutet í Stokkhólmi. Hann hefur einnig próf í spænsku frá Universidad de la Habana á Kúbu, sem hann lauk árið 1996.
Helstu störf
breytaHrafn varð snemma þjóðþekktur fyrir þáttagerð í útvarpi, en hann sá um Útvarp Matthildi á sínum tíma ásamt félögum sínum, Davíð Oddssyni og Þórarni Eldjárn. Hann starfaði sem fréttaritari Morgunblaðsins í Svíþjóð á námsárunum, var framkvæmdastjóri Listahátíðar 1976 og 1978 og formaður Listahátíðar 1988. Starfaði sem leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu og einnig um tíma hjá sænska ríkissjónvarpinu. Hjá RÚV-Sjónvarpi var hann leiklistarráðunautur 1977 - 1982, dagskrárstjóri 1986 - 1989 og framkvæmdastjóri 1993 - 1994. Auk þess ýmis félagsstörf.
Verk
breytaKvikmyndir Hrafns eru þessar (handrit og leikstjórn):
- Óðal feðranna (1981)
- Okkar á milli - í hita og þunga dagsins (1982)
- Hrafninn flýgur (1984)
- Í skugga hrafnsins (1988)
- Hvíti víkingurinn (1991)
- Hin helgu vé (1993)
- Myrkrahöfðinginn (2000)
- Reykjavík í öðru ljósi (2000)
- Opinberun Hannesar (2003) smásaga Davíðs Oddssonar
Sjónvarpsmyndir (leikstjóri):
- Blóðrautt sólarlag (1977)
- Lilja handrit Halldórs Laxness
- Silfurtunglið handrit Halldórs Laxness
- Hver er? (1983)
- Reykjavík, Reykjavík: Leikin heimildarmynd um Reykjavíkurborg (1986)
- Böðullinn og skækjan handrit Ivar Lo-Johansson (1987)
- Vandarhögg handrit Jökuls Jakobssonar
- Keramik handrit Jökuls Jakobssonar
- Allt gott handrit Davíðs Oddssonar
- Þegar það gerist (1998)
Leikrit og revíur með öðrum:
- Ég vil auðga mitt land í Þjóðleikhúsinu
- Íslendingaspjöll í Iðnó
Sjónvarpsþáttaraðir
Auk þessa margir sjónvarpsþættir og viðtöl.
Ritstörf:
- Ástarljóð
- Djöflarnir, skáldsaga
- Saga af sjónum, leikritasafn
- Flýgur fiskisaga, smásögur
- Grafarinn með fæðingartengurnar, ljóð
- Reimleikar í birtunni, ljóð
- Þegar það gerist, smásögur
Verðlaun og viðurkenningar
breytaHrafn hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir kvikmyndir sínar. Til dæmis hlaut hann gullnu bjölluna fyrir eina af sínum fyrstu myndum.
Sjá einnig
breytaHeimild
breytaSamtíðarmenn A-Í, Vaka-Helgafell, 2003, Pétur Ástvaldsson ritstjóri.