1584
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1584 (MDLXXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Guðbrandsbiblía, fyrsta heildarútgáfa Biblíunnar á íslensku, prentuð á Hólum. Prentunin hófst líklega 1582. Útgáfuárið 1584 er skráð á titilblað biblíunnar en henni var þó líklega ekki lokið og dreift fyrr en árið eftir.
Fædd
- Jón Pétursson, fálkafangari í Brokey (d. 1667).
Dáin
Opinberar aftökur
- Þrír ónafngreindir menn hengdir á Vesturlandi, fyrir þjófnað.[1]
Erlendis
breyta- 28. mars (18. mars samkvæmt Gamla stíl) Fjodor 1. varð Rússakeisari.
- 19. júní - Húgenottinn Hinrik af Navarra varð ríkiserfingi Frakklands þegar hertoginn af Anjou dó.
- 10. júlí - Vilhjálmur þögli af Orange var myrtur af Frakkanum Balthasar Gérard.
- Sir Walter Raleigh sendi leiðangur til Roanoke-eyjar í Virginíu (nú í Norður-Karólínu) í því skyni að stofna þar enska nýlendu.
- Bærinn Arkhangelsk stofnaður í Rússlandi.
- Karl 9. Svíakonungur stofnaði bæinn Karlstad í Svíþjóð.
Fædd
- 29. janúar - Friðrik af Óraníu hollenskur fursti (d. 1647).
- 16. september - Matthias Gallas, austurrískur hershöfðingi (d. 1647).
- 10. nóvember - Katrín Vasa, dóttir Karls hertoga, Svíakonungs, og móðir Karls 10. Gústafs.
Dáin
- 28. mars (18. mars samkvæmt Gamla stíl) - Ívan grimmi, Rússakeisari (f. 1530).
- 19. júní - Frans hertogi af Anjou, sonur Katrínar af Medici (f. 1555).
- 10. júlí - Vilhjálmur þögli myrtur (f. 1533).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.