iPod

flytjanlegur stafrænn fjölmiðlaspilari þróaður af Apple

iPod er lína stafrænna tónlistarspilara, sem hannaðir eru og markaðssettir af Apple. iPod hefur einfalt notendaviðmót, sem hannað er í kringum miðlægt skrunhjól (undantekning er þó iPod shuffle og iPod Touch). iPod classic geymir gögn á hörðum diski, en smærri gerðirnar, iPod shuffle, iPod nano og iPod touch, geyma gögnin í flash-minni.

Núverandi kynslóð iPod-spilara. Frá hægri til vinstri: iPod Shuffle, iPod Nano, iPod Classic, iPod Touch.

Eins og flestir stafrænir tónlistarspilarar getur iPod einnig nýst sem gagnageymslutæki.

Saga og hönnun

breyta

iPodinn var upphafið að innreið Apple á tónlistarmarkaðinn. Á þeim tíma voru stafrænar myndavélar og mp3-spilarar frekar stórir og klunnalegir, þannig að Apple ákvað að bjarga málunum. Ipodar eru til í mörgum litum s.s. gráum, bláum, grænum, bleikum og fleira.

Vélbúnaðarverkfræðingur Apple, Jon Rubinstein, setti þá saman teymi verkfræðinga til þess að hanna iPodinn, m.a Tony Fadell og hönnuðinn Jonathan Ive. Varan var hönnuð og þróuð á innan við ári og kynnt almenningi þann 23. október 2001. Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, sagði að með iPod, með 5GB minni, gætir þú haft "1000 lög í vasanum".

Apple fékk utanaðkomandi fyrirtæki, Pixo til þess að hanna notendaviðmót iPodsins undir stjórn Steve Jobs.

Hugbúnaður

breyta

iPod getur spilað MP3, ACC, M4A og AIFF ásamt fleirum. Með iPod photo var einnig hægt að skoða myndir á JPEG, BMP, GIF, TIFF og PNG sniðum.

5. kynslóðar iPodar geta einungis spilað myndefni sem þjappað er með MPEG-4 þjöppunarstaðlinum.

Upphaflega var iPodinn einungis til notkunar með Apple tölvum. En 2. kynslóðar iPodar virkuðu með Windows.

iPod styður ekki MIDI, Ogg eða FLAC hljóðskráarsniðin.

Notendaviðmót

breyta

Skrunhjól iPodanna hefur nokkra takka.

  • Menu: Staðsettur efst á hjólinu, hægt er að bakka í viðmótinu með honum.
  • Center: Í miðju hjólsins, notaður þegar velja á valmöguleika.
  • Play / Pause: Neðst á hjólinu, setur lag af stað eða stoppar það.
  • Skip Forward / Fast Forward: Hægra megin, spólar áfram.
  • Skip Backwards / Fast Reverse: Vinstra megin, spólar til baka.

Skipt er um valmöguleika með því að "skrolla" um viðmótið.

iPod touch er með snertiskjá líkt og iPhone og hefur því ekki skrunhjól.

Stýrikerfi

breyta

Stýrikerfi iPodsins er geymt í vinnsluminni tækisins, sem er 32 MB, 5. kynslóðar tæki hafa þó 64 MB vinnsluminni.

Vélbúnaður

breyta

Tengimöguleikar

breyta

Upphaflega var FireWire notað til þess að tengja iPodinn við tölvu en seinna kom á markaðinn 30 pinna USB 2.0 tengi sem gerði iPodinn aðgengilegri PC tölvum.

Rafhlaða iPodsins er einnig hlaðin með því að stinga USB snúrunni í straumbreyti sem síðan er settur í innstungu.


   Þessi Applegrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.