Svanfríður Jónasdóttir
Svanfríður Inga Jónasdóttir (f. 10. nóvember 1951) er íslenskur kennari, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.
Svanfríður Jónasdóttir | |
| |
Fæðingardagur: | 10. nóvember 1951 |
---|---|
Fæðingarstaður: | Keflavík |
Flokkur: | Samfylkingin |
Þingsetutímabil | |
1995-1999* | í Norðurl. e. fyrir Þjóðv. |
1999-2003 | í Norðurl. e. fyrir Samf. |
✽ = stjórnarsinni | |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis | |
*Seinni hluta kjörtímabilsins tilheyrði hún þingflokki jafnaðarmanna. |
Hún fæddist í Keflavík og foreldrar hennar voru Jónas Sigurbjörnsson (1928 - 1955) vélstjóri og kona hans Elín Jakobsdóttir (1932 - 1996) verkakona. Eiginmaður Svanfríðar er Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur og á hún þrjá syni.
Ævi og störf
breytaSvanfríður lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1972 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Hún lauk diploma námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004, mastersnámi í kennslufræðum frá sama skóla árið 2005 og nam hagnýta jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2014. Hún var kennari við Grunnskólann í Dalvík frá 1974-1988 og 1991-1995 og aðstoðarskólastjóri við sama skóla 1992-1993. Hún stofnaði saumaverkstæðið Gerplu á Dalvík árið 1986 og tók þátt í rekstri þess til 1988. Svanfríður var aðstoðarmaður Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra frá 1988-1991, var varaformaður Alþýðubandalagsins frá 1987-1989 og tók tvisvar sæti á þingi sem varaþingmaður flokksins árin 1984 og 1990. Svanfríður var bæjarfulltrúi á Dalvík frá 1982-1990 og 1994-1998.
Árið 1995 var hún kosin á þing fyrir Þjóðvaka í Norðurlandskjördæmi eystra en gekk síðar til liðs við Samfylkinguna. Hún sat á þingi til ársins 2003. Að lokinni þingmennsku tók hún þátt í uppbyggingu námsvers á Dalvík á árunum 2004-2006, var blaðamaður frá 2005-2006 og bæjarstjóri/sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð 2006-2014. Árið 2015 stofnaði hún ráðgjafafyrirtækið Ráðrík ehf. [1]
Svanfríður hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að sveitarstjórnarmálum árið 2014.
Tilvísanir
breyta- ↑ Alþingi, Æviágrip - Svanfríður Jónasdóttir (skoðað 15. desember 2020)