Páll Guðbrandsson

Páll Guðbrandsson (157310. nóvember 1621) var íslenskur sýslumaður, sonur Guðbrandar Þorlákssonar biskups og Halldóru Árnadóttur konu hans. Páll lærði í Hólaskóla og fór síðan út til náms í Kaupmannahafnarháskóla 1600-1603 en er sagður lítið hafa stundað námið, enda þótti hann ekki bókhneigður, en drykkju og skemmtanir þeim mun meira, og þótti föður hans það miður. Hann var skólameistari á Hólum í eitt ár eftir heimkomuna en kvæntist þá og varð sýslumaður í Húnavatnssýslu og umboðsmaður Þingeyraklaustursjarða. Hann bjó á Þingeyrum frá 1607. Páll var vinsæll, enda höfðinglundaður og gestrisinn, og þótti góður búmaður.

Kona Páls var Sigríður (1587-1633) dóttir Björns Benediktssonar sýslumanns á Munkaþverá en móðir hennar var Elín, dóttir Staðarhóls-Páls og Helgu Aradóttur. Á meðal barna þeirra voru Þorlákur Pálsson bóndi og lögréttumaður í Víðidalstungu, Benedikt Pálsson bartskeri og klausturhaldari og Björn Pálsson sýslumaður á Espihóli.

Heimildir breyta

  • „Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 1893“.