Helmut Schmidt
Helmut Schmidt (Helmut Heinrich Waldemar) (23. desember 1918 í Hamborg – 10. nóvember 2015 í Hamborg) var þýskur stjórnmálamaður og fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands. Hann var einnig varnarmálaráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra á sinni tíð. Schmidt tilheyrði sósíaldemókrataflokki Þýskalands SPD (Sozialdemokratische Partei Deutschlands).
Helmut Schmidt | |
---|---|
Kanslari Vestur-Þýskalands | |
Í embætti 16. maí 1974 – 1. október 1982 | |
Forseti | Gustav Heinemann Walter Scheel Karl Carstens |
Forveri | Willy Brandt |
Eftirmaður | Helmut Kohl |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 23. desember 1918 Hamborg, Weimar-lýðveldinu |
Látinn | 10. nóvember 2015 (96 ára) Hamborg, Þýskalandi |
Þjóðerni | Þýskur |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Loki Glaser (1942–2010) |
Börn | Helmut Walter, Susanne |
Háskóli | Hamborgarháskóli |
Undirskrift |
Æviágrip
breytaHermaður
breytaHelmut Schmidt fæddist í 1918 í Hamborg og var af gyðingaættum. Faðir hans, Gustav, var sonur verslunarmanns sem var gyðingur. Bæði Gustav og Helmut fölsuðu ættarbók sína til að sanna að þeir væru „hreinræktaðir“ aríar. Schmidt var aðeins 15 ára þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi. Schmidt sjálfur ljóstraði ekki upp um fölsunina fyrr en 1984, tveimur árum eftir að hann lét af embætti sem kanslari. Hann var tekinn í herinn 1939 og þjónaði á austurvígstöðvunum. Þar tók hann þátt í umsátrinu um Leningrad. Við stríðslok var Schmidt kominn á vesturvígstöðvarnar. Þar var hann yfirmaður og sem slíkur handtekinn af Bretum og settur í fangabúðir í Belgíu. Eftir stríð nam hann hagfræði í háskólanum í Hamborg og útskrifaðist 1949. Samfara því gekk Schmidt í sósíaldemókrataflokk Þýskalands. 1953 var hann kosinn á þing í fyrsta sinn og starfaði sem þingmaður fyrir sambandslandið Hamborg til ársins 1962.
Hamborg
breyta1961 varð Helmut Schmidt lögreglumálaráðherra í sambandslandinu Hamborg (embættið breyttist í innanríkisráðherra ári síðar). Sem slíkur var hann framkvæmdaraðili í stormflóðinu mikla sem skall á Hamborg í febrúar 1962. Í því þótti hann standa sig með prýði, enda samhæfði hann björgunaraðgerðir með mikilli röggsemi. Í aðgerðunum notaði hann ekki eingöngu björgunarsveitir, heldur einnig herinn ásamt hinum ýmsum hjálpartækjum. Schmidt stjórnaði þannig fyrstu stóraðgerðum í náttúruhamförum í Þýskalandi og gat sér frægðar fyrir mikla röggsemi og útsjónarsemi. 1965 var Schmidt kjörin til þings á nýjan leik og varð þá þingflokksformaður SPD til 1969.
Ráðherra
breytaEftir kosningasigur SPD 1969 varð Willy Brandt kanslari Vestur-Þýskalands. Helmut Schmidt varð þá að varnarmálaráðherra. Í hans tíð stytti hann herskylduna úr 18 mánuðum í 15 mánuði. Auk þess stofnaði hann herháskóla í Hamborg og í München. 1972 tók hann við embætti fjármálaráðherra og gegndi því til 1974.
Kanslari
breyta1974 sagði Willy Brandt af sér sem kanslari. Þingið kaus þá Helmut Schmidt nýjan kanslara þ. 16. maí sama ár. Hann varð því fimmti kanslari Vestur-Þýskalands. Fyrsta erfiða málið sem hann þurfti að glíma við var olíukrísan. Í Evrópumálum átti starfaði hann náið saman með Frakklandsforseta Valéry Giscard d'Estaing, en þeir áttu mikinn þátt í stofnun evrópska myntbandalagsins. Árangurinn af því var seinna meir Evran. Schmidt og Giscard d’Estaing áttu einnig mestan heiður af stofnun G7-hópsins, þ.e. samstarf sjö helstu iðnríkja heims. Schmidt var einn ötullasti vestræni leiðtoginn sem benti á mögulega hættu í Evrópu af vopnatilburðum Sovétríkjanna. Því samþykkti hann að leyfa Bandaríkjamönnum að staðsetja meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. Sú ákvörðun var mjög umdeild, einnig innan eigin flokks. Að lokum varð þetta mál til þess að SPD klofnaði og stofnuðu þeir sem frá hurfu græningjaflokkinn í Þýskalandi. Samþykki um að fjarlægja allar meðaldrægar eldflaugar var ekki undirritað fyrr en í Reykjavík 1987. En einnig í efnahagsmálum kom Schmidt sér í vandræði. Síðsumars 1982 sögðu allir ráðherrar samstarfsflokksins í ríkisstjórn, flokks frjálslyndra demókrata FDP, af sér og var Schmidt þá allt í einu kanslari í minnihlutastjórn. Hann tók því að sér utanríkisráðuneytið samfara kanslaraembættinu. En allt kom fyrir ekki. 1. október 1982 var vantrauststillaga á hendur honum samþykkt í þinginu og þar með lauk kanslaraferli Helmut Schmidts. Nýr kanslari varð Helmut Kohl. Schmidt varð síðan einn útgefanda tímaritsins Die Zeit.
Fjölskylda
breytaHelmut Schmidt kvæntist Hannelore Glaser (oftast kölluð Loki) 27. júní 1942 meðan hann var enn í hernum. Þeim fæddust tvö börn. Helmut Walter (f. 1944) fæddist fatlaður og lést 1945. Susanne (f. 1947) starfar fyrir sjónvarpsstöðina Bloomberg TV í London.
Eitt og annað
breyta- Helmut Schmidt var stórreykingamaður og alræmdur sem slíkur. Honum leyfðist þó alltaf að reykja á opinberum stöðum, jafnvel þar sem reykingabann er í gildi. Meira að setja í sjónvarpi og viðtölum var hann þekktur fyrir að kveikja í sígarettu og reykja. Eingöngu í þingsal þýska þingsins (Bundestag) hélt hann aftur af sér og notaði neftóbak í staðinn. Skoðun hans á almennu reykingabanni á opinberum stöðum var sú að þetta væri aðeins tímabundin loftbóla (vorübergehende gesellschaftliche Erscheinung).
- Helmuth Schmidt var góðvinur Valérys Giscard d’Estaing og Henrys Kissingers. Kissinger sagði eitt sinn að hann vonaðist til að deyja á undan Schmidt, því hann gæti ekki hugsað sér að lifa í heimi án hans.
- Schmidt þótti góður tónlistarmaður og spilaði vel á orgel og píanó.
- 1983 var Helmut Schmidt gerður að heiðursborgara heimaborgar sinnar Hamborg.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Helmut Schmidt“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.
Fyrirrennari: Willy Brandt |
|
Eftirmaður: Helmut Kohl |