Matt Craven (fæddur Matthew John Crnkovich 10. nóvember 1956) er kanadískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Meatballs, Crimson Tide og NCIS.

Matt Craven
FæddurMatthew John Crnkovich
10. nóvember 1956 (1956-11-10) (68 ára)
Ár virkur1979 -
Helstu hlutverk
Hardware í Meatballs
Roy Zimmer í Crimson Tide
Clayton Jarvis í NCIS

Einkalíf

breyta

Craven fæddist í Port Colborne í Ontario en ólst upp í St. Catharines í Ontario.[1] Hann hefur verið giftur Sally Sutton síðan 1992 og saman eiga þau tvö börn.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Craven var árið 1981 í sjónvarpsmyndinni The Intruder Within. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð The Littlest Hobo, Harry, High Incident, ER, Boomtown og Justified. Craven hefur síðan 2010 verið með gestahlutverk í sjónvarpsþættinum NCIS þar sem hann leikur Clayton Jarvis, yfirmann bandaríska sjóhersins.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Craven var árið 1979 í Bravery in the Field. Sama ár lék hann í Meatballs sem persónan Hardware. Síðan þá hefur hann komið kvikmyndum á borð við Tin Men, K2, A Few Good Men, Crimson Tide þar sem hann lék á móti Gene Hackman, Denzel Washington, Viggo Mortensen og Rocky Carroll. Einnig hefur Craven leikið í Dragonfly, Disturbia, Public Enemies og X-Men: First Class.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1979 Bravery in the Field Lennie
1979 Meatballs Hardware sem Matt Cravenn
1980 Hog Wild Chrome
1981 Happy Birthday to Me Steve Maxwell
1984 That´s My Baby! Andy
1986 Agent on Ice Joey Matera
1987 Tin Men Looney
1988 Palais Royale Gerald Price
1989 Blue Steel Howard
1989 Chattahoochee Loony
1990 Jacob´s Ladder Michael
1991 K2 Harold
1992 A Few Good Men Lt. Dave Spradling
1993 Indian Summer Jamie Ross
1994 Killer Archie
1995 Crimson Tide Lt. Roy Zimmer
1995 Breach of Trust Rodney Powell
1996 The Juror Boone
1996 The Final Cut Emerson Lloyd
1996 White Tiger John Grogan
1996 Never Too Late Carl
1997 Masterminds Jake
1998 Paulie Warren Alweather
1999 Things You Can Tell Just by Looking at Her Walter
2002 Dragonfly Eric
2003 The Life of David Gale Dusty Wright
2003 Timeline Steven Kramer
2003 The Statement David Manenbaum
2004 The Clearing Alríkisfulltrúinn Ray Fuller
2004 Bandido Fletcher
2005 Assault on Precinct 13 Lögreglumaðurinn Kevin Capra
2005 A Simple Curve Matthew
2006 Deja Vu Alríkisfulltrúinn Larry Minuti
2007 Disturbia Daniel Brecht
2007 American Venus Bob
2008 The Longshots Þjálfarinn Fisher
2009 Public Enemies Gerry Campbell
2010 Devil Lustig
2011 X-Men: First Class McGone, yfirmaður CIA
2012 The Good Lie Richard Francis
2013 White House Down Alríkisfulltrúinn Kellerman Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1981 The Intruder Within Phil Sjónvarpsmynd
1982 Till Death Do Us Part Tony Archer Sjónvarpsmynd
1980-1983 The Littlest Hobo ónefnt hlutverk 3 þættir
1983 The Terry Fox Story Bob Cady Sjónvarpsmynd
1986 Classified Love Howie Sjónvarpsmynd
1986 Tough Cookies Richie Messina 6 þættir
1986 Philip Marlowe, Private Eye Pete Þáttur: Red Wind
1986 Comedy Factory Eddie Þáttur: Hearts of Steel
1987 Harry Bobby Kratz 7 þættir
1987 American Playhouse Norbert Þáttur: Blue Window
1995 Kingfish: A Story of Huey P. Long Seymour Weiss Sjónvarpsmynd
1995 The Outer Limits Alan Wells Þáttur: The Voyage Home
1995 Kansas Matt Sjónvarpsmynd
1995 American Gothic Barrett Stokes Þáttur: Strong Arm of the Law
1996-1997 High Incident Lögreglumaðurinn Lenny Gayer 32 þættir
1998 Dead Man´s Gun Stuart ´Snake Finger´ Aikins Þáttur: Snake Finger
1998 Tempting Fate Emmett Lach Sjónvarpsmynd
1998 From the Earth to the Moon Tom Kelly Þáttur: Spider
1998-1999 L.A. Doctors Dr. Tim Lonner 24 þættir
2000 Nuremberg Kapteinn Gustav Gilbert Sjónvarpsmínisería
2001 Varian´s War Beamish Sjónvarpsmynd
2000-2001 ER Gordon Price 3 þættir
2001 Bleacher Bums Greg Sjónvarpsmynd
2002 Scared Silent Scott Miller Sjónvarpsmynd
2002-2003 Boomtown Dr. Michael Hirsch 2 þættir
2003 The Lyon´s Den George Riley 6 þættir
2005 Karol, un uomo diventato Papa Hans Frank Sjónvarpsmynd
2005 Without a Trace Larry Hopkins Þáttur: A Day in the Life
2007 Raines Kapteinn Dan Lewis 7 þættir
2009 Anatomy of Hope Hal Davis Sjónvarpsmynd
2010 The Pacific Dr. Grant Þáttur: Gloucester/Pavuvu/Banika
2010-2011 Justified U.S. Marshal aðalfulltrúinn Dan Grant 3 þættir
2012 Alcatraz Mr. K Þáttur: Tommy Madsen
2011-2012 NCIS Yfirmaður Bandaríska sjóhersins, Clayton Jarvis 8 þættir

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta