SG-hljómplötur

(Endurbeint frá SG - hljómplötur)

SG-hljómplötur var útgáfufyrirtæki tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests (1926 - 1996) en það stofnaði hann árið 1964. Alls gaf fyrirtækið út 80 litlar, 45-snúninga (45 r.p.m.) hljómplötur og 180 stórar hæggengar 33 snúninga (Long-Playing) hljómplötur þau 20 ár sem fyrirtækið starfaði.

Svavar Gests
Svavar í New York 1947
Svavar í New York 1947
Upplýsingar
FæddurSvavar Lárus Gestsson
17. júní 1926
Dáinn1. september 1996
Önnur nöfnSvavar Gests
StörfÚtgefandi
HljóðfæriTrommur og víbrafónn
SG-hljómplötur - Fyrsta vörumerki SG á plötumiða
SG-hljómplötur - Þriðja og síðasta vörumerki SG á plötumiða

Sagan breyta

Árið 1992 kom út hjá bókaútgáfunni Fróða bókin Hugsað upphátt þar sem Svavar rekur æviskeið sitt. Þar fjallar hann meðal annars um skemmtiþætti sem hann hafði í Útvarpinu á árunum 1963 - 1964 þar sem hann fékk nokkra söngvara úr karlakórnum Fóstbræðrum til að flytja lagasyrpur til skemmtunar.

Þessi plata kom svo út 1964 og varð metsöluplata. Þar með var grunnurinn að SG hljómplötum lagður og brátt óx fyrirtækið í eitt af stærstu útgáfufyrirtækum landsins með marga fremstu listamenn þjóðarinnar á sínum snærum, svo sem; Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Vilhjálm Vilhjálmsson, Ómar Ragnarsson, Savanna tríóið og Hljóma.

Önnur fyrirtæki í tónlistarútgáfu voru á þessum tíma um það bil að hætta eða höfðu dregið verulega úr starfsemi sinni. Fyrirtæki Tage Ammedrup Íslenzkir tónar hafði hætt útgáfu og Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur, sem hafði gefið út plötur undir merkinu HSH var að hætta. Fálkinn sem var umsvifamikill í plötuútgáfu hafði dregið seglin saman þannig að Svavar varð nánast einráður á markaðnum og SG-hljómplötur blómstruðu.

Fyrri útgáfur breyta

Svavar hafði reynslu af útgáfu frá fyrri tíð því hann og Kristján Kristjánsson stofnuðu Músikbúðina árið 1953. Auk verslunarreksturs stóðu þeir í útgáfu hljómplatna undir nafninu Tónika og gáfu út um tuttugu plötur fram til ársins 1956 er fyrirtækið hætti.

Stúdíó SG-hljómplatna breyta

Í byrjun árs 1975 hefja Svavar Gests og Pálmi Stefánsson (Tónaútgáfan) í Tónabúðinni Akureyri samstarf um að koma á fót hljóðupptökuverum í Reykjavík og á Akureyri. Pálmi innréttar sitt í gömlu tveggja hæða reykhúsi að Norðurgötu 2B á Akureyri. Hann hefur keypt tvö Revox- segulbandstæki og sex rása hljóðblöndunartæki (mixing console) af breskri gerð, Alice, og hyggst hefja upptökur með vorinu. Svavar opnar sitt í Ármúlanum í samstarfi við Sigurð Árnason úr Náttúru sem verður aðal upptökumaður. Frá árinu 1975 - 1984 eru flest allar SG hljómplötur teknar upp í stúdíóinu.

SG útgáfan breyta

Þar sem Svavar var sjálfur tónlistarmaður (lék á trommur, víbrafón og xylafon (-kallaður sílafónn)) og hafði hlustað mikið á allar tegundir tónlistar, litaðist útgáfan eðlilega af fjölbreytni. Dægurtónlist, popp, einsöngur, kórar, barnalög, gamanefni og rímur er nokkuð af því mikla efni sem rataði á SG–hljómplötur.

Íslenzkir tónar breyta

Árið 1974 seldi Tage Ammendrup, Íslenzka tóna ásamt útgáfurétti þeim sem fyrirtækinu fylgdi til SG hljómplatna. Á árunum 1977 - 1981 gaf Svavar svo út nokkrar plötur á merki Íslenzkra tóna með fram eigin útgáfu.

SG-hljómplötur leggja árar í bát breyta

Þegar Svavar hafði gefið út plötur í fimmtán ár við góðan orðstýr skutu tvö ný fyrirtæki upp kollinum og gerðu sig gildandi. Það voru fyrirtækin Steinar og Skífan sem höfðu púlsinn á unga fólkinu og náðu til sín markaðinum á skömmum tíma. Hlutur Svavars varð því öllu rýrari og 1984 ákveður hann að hætta:

Íslensk tónlistarsaga breyta

Hlutur Svavars Gests og SG hljómplatna í íslenskri tónlistarsögu er ómetanlegur. Hér hafa varðveist verk listamanna sem annars hefðu orðið hít tímans að bráð og gleymst. Ýmsar hljómsveitir, einsöngvara, kóra, gamanmál, ljóð, þjóðlög, jólaefni, leikrit, barnalög og rímur er hér að finna þrykkt í vinyl komandi kynslóðum til gagns og gleði.

Útgáfuréttur breyta

Útgáfuréttinn á SG-hljómplötum og Íslenskum Tónum sem Svavar átti, seldi hann til fyrirtækisins Steinars en í dag er rétturinn í eigu Senu, sem á útgáfuréttinn að öllu efni sem SG-hljómplötur gaf út. Sena hefur veitt góðfúslegt leyfi sitt fyrir birtingu SG umslaga og hljóðdæma. Synir Svavars þeir Nökkvi og Máni hafa veitt góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á efni úr bók Svavars Hugsað upphátt.


Hljómplötulisti breyta

Listinn hér að neðan telur uppsettur 79 litlar plötur 45-snúninga og 176 stórar plötur 33-snúninga. Þetta eru þær plötur sem vitað er með vissu að SG hljómplötur gaf út. Þá eru ótaldar þær snældur (kassettur) sem fyrirtækið gaf út samhliða plötuútgáfunni, einkum á seinni hluta útgáfutímans en listi yfir snældurnar hefur ekki fundist svo þær bíða seinni tíma.

Texti sem fylgir myndum af umslögum er texti af bakhlið hvers umslags. Þar birtist listi yfir nöfn laga ásamt höfundum texta og laga. Upplýsingar um hljóðritun, ljósmyndun, útlit og prentun. Einnig umfjöllun um hljómsveit og lög sem er yfirleitt skrifað af Svavari sjálfum. Að auki fylgir hljóðdæmi hverri plötu. (Smellið á [sýna] til að skoða listann).

45 snúninga plötur - 45 rpm vinyl. Útgáfuröðin „SG 501-579“
 • SG 501 Elly Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Fjögur jólalög (innih.: Hvít jól / Jólasveinninn minn // Jólin alls staðar / Litli trommuleikarinn) (í grænu umslagi, 1964)
 • SG 501 b Elly Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Hvít jól (endurútgáfa í brúnu umslagi, 1968)
 • SG 501 c Elly Vilhjálms & Ragnar Bjarnason - Hvít jól (endurútgáfa af plötunni Fjögur jólalög (1979)
 • SG 502 Elly Vilhjálms & Ragnar ásamt hljómsveit Svavars Gests - Hvert er farið blómið blátt / Brúðkaupið // Farmaður hugsar heim / Skvetta, falla, hossa og hrista (1965)
 • SG 503 Hljómar - Fyrsti kossinn // Bláu augun þín (3/1965)
 • SG 504 Ómar Ragnarsson - Ég er að baka / Ligga ligga lá // Sumar og sól / Lok lok og læs (4/1965)
 • SG 505 Elly & Ragnar / Hljómsveit Svavars Gests - Heyr mína bæn / Sveitin milli sanda // Útlaginn / Þegar ég er þyrstur (1965)
 • SG 506 Hljómar - Ertu með / Kvöld við Keflavík // Ef hún er nálægt mér / Minningin um þig (1965)
 • SG 507 Ómar Ragnarsson með Hljómsveit Svavars Gests. - Þrjú hjól undir bílnum / Dimm dimm nótt // Óbyggðaferð / Svona er á síld (1965)
 • SG 508 Ragnar Bjarnason og Elly Vilhjálms - Járnhausinn (úr samnefndum sjónleik) (innih.: Ragnar Bjarnason - Undir stóra steini / Ellý Vilhjálms - Án þín / Hvað er að // Ragnar Bjarnason - Við heimtum aukavinnu / Stúlkan mín / Sjómenn íslenskir erum vér) (1965)
 • SG 509 Sigríður Hagalín og Helga Valtýsdóttir - Karíus og Baktus (úr samnefndu barnaleikriti eftir Thorbjörn Egner (1965)
 • SG 510 Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Vilhjálmi og Þorvaldi - Litla sæta ljúfan góða/ Bara að hann hangi þurr // Á sjó / Komdu (10/1965)
 • SG 511 Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Vilhjálmi og Þorvaldi - Raunarsaga / Vor í Vaglaskógi // Hún er svo sæt / Lánið er valt (1/1966)
 • SG 512 Dátar - Leyndarmál / Alveg ær // Kling klang / Cadillac (4/1966)
 • SG 513 Lúdó Sextett, Stefán Jónsson, Þuríður Sigurðardóttir - Er nokkuð eðlilegra / Ég bíð einn // Laus og liðugur/ Elskaðu mig (1966)
 • SG 514 Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar - Vilhjálmur og Anna Vilhjálms - Það er bara þú // Bara fara heim / Elsku Stína / Ég bíð við bláan sæ (1967)
 • SG 515 Grettir Björnsson (Leikur gömlu dansana) - Á ferð og flugi / Eftir töðugjöldin / Yfir holt og hæðir // Vina-minni / Þorrablót / Austfjarðaþokan (1966)
 • SG 516 Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur - Segðu ekki nei / Bara þig // Ef þú vilt vera mín / Því ertu svona uppstökk? (1967)
 • SG 517 Steinn Steinarr - Les eigin ljóð (1967)
 • SG 518 Tónakvartettinn frá Húsavík - Rauðar rósir / Á kránni // Syndaflóðið / Napoli nætur / Caprí Catarína / Íslensk þjóðlagasyrpa (1967)
 • SG 519 Ragnar Bjarnason - Mamma / Ég sakna þín / Föðurbæn sjómansins / Ísland (1967)
 • SG 520 Dátar - Fyrir þig / Hvers vegna? // Gvendur á eyrinni / Konur (1967)
 • SG 521 Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball / Afmæliskveðja // Kveðja til farmannsins / Fjarri þér (1967)
 • SG 522 Hljómsveit Ingimars Eydal og Þorvaldur Halldórsson - Höldum heim / Skárst mun sinni../ Ég var 18 ára / Í nótt (1967)
 • SG 523 Lárus Sveinsson - Þögnin / Stef úr Dr. Zhivago // Í fjarðlægð / Í dag skein sól (1967)
 • SG 524 Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar og Sigríður Magnúsdóttir - Komdu að dansa / Hláturpolki // Reyndu aftur / Tóta-polki (1967)
 • SG 525 Hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Helenu Eyjólfs - Gefðu að hann nái til lands/ Þú kysstir mig // Ó hvað get ég gert / Hverful hamingja (1967)
 • SG 526 Ragnar Bjarnason - Úti í Hamborg / Þarna fer ástin mín // Yndælar stundir með þér / Hafið lokkar og laðar (1968)
 • SG 527 Helena og Þorvaldur með Hljómsveit Ingimars Eydal - Á góðviðrisdegi / Flugdrekinn / Fuglagrjón // Sótarasöngur / Starfið er leikur / Töfraorð (1968)
 • SG 528 Hljómar - Þú varst mín / Bara við tvö // Vertu ekki hrædd / Kvöld eftir kvöld (1968)
 • SG 529 Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar - Bjössi á Hól / Ef ég væri bara orðin átján // Undarlegt með unga menn / Ef ég væri ríkur (5/1968)
 • SG 530 Hljómsveit Ingimars Eydal, Helena og Þorvaldur - Sumarást / Mig dregur þrá // Ég tek hundinn / Vaggi þér aldan (1968)
 • SG 531 Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður og Vilhjálmur - Ég bið þig / S.O.S. ást í neyð // Ég er í ofsa stuði / Bónorðið (1968)
 • SG 532 Telpnakór Langholtsskóla - Littla ljót (leikrit) (úr samnefndu leikriti)(1968)
 • SG 533 Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar - Út við himin bláu sundin / Tvisvar tveir // Konungurinn í Kína / Fáðu þér sykurmola (1968)
 • SG 534 Geislar - Skuldir / Einmana // Anna / Annað kvöld (1968)
 • SG 535 Elly Vilhjálms - Heyr mína bæn / Brúðkaupið // Ég veit þú kemur / Lítill fugl (1968)
 • SG 536 Elly Vilhjálms - Heilsaðu frá mér // Hugsaðu heim (1969)
 • SG 537 Ómar Ragnarsson - Jói útherji // Það gerir ekkert til (1969)
 • SG 538 Facon - Vísitölufjölskyldan / Ljúfþýtt lag // Ég er frjáls / Unaðs bjarta æskutíð (1969)
 • SG 539 Þuríður Sigurðardóttir - Ég á mig sjálf // Ég ann þér enn (1969)
 • SG 540 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Hún hring minn ber // Árið 2012 (1969)
 • SG 541 Tatarar - Dimmar rósir // Sandkastalar (1969)
 • SG 542 Tónakvartett Grettir Björnsson - Svífur um mar / Kostervals // Ég kveð / Stýrimannavals (1969)
 • SG 543 Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar - Bréfið hennar Stínu / Snjómokstur // Vakna Dísa / Ekkert jafnast á við dans (1970)
 • SG 544 B.G. og Ingibjörg - Þín innsta þrá // Mín æskuást (1970)
 • SG 545 Mánar - Einn, tveir, þrír // Útlegð (1970)
 • SG 546 Óðmenn - Spilltur heimur // Komdu heim (1970)
 • SG 547 Þuríður Sigurðardóttir - Í okkar fagra landi // Vinur kær (1970)
 • SG 548 Elly Vilhjálms - Það er svo ótalmargt // Hver ert þú (1970)
 • SG 549 Flosi og Pops - Það er svo geggjað // Ó, ljúfa líf (1970)
 • SG 550 Tatarar - Gljúfurbarn // Fimmta boðorðið (1970)
 • SG 551 Óðmenn - Bróðir // Flótti (1970)
 • SG 552 Kristín Ólafsdóttir - Ég enskis barn er // Ég mun aldrei framar elska neinn (1970)
 • SG 553 Mánar - Þú horfin ert // Frelsi (1970)
 • SG 554 Ómar Ragnarsson - Minkurinn í hænsnakofanum / Hí á þig // Hláturinn lengir lífið / Bróðir minn (1970)
 • SG 555 Kennaraskólakórinn - Söngur Kennaraskólans / Vorljóð // Krummavísa / Maíljóð / Activities / Little David (1971)
 • SG 556 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Myndin af þér // Einni þér ann ég (1971)
 • SG 557 Kristín Ólafsdóttir - Tennurnar mínar // Dýramál (1971)
 • SG 558 Árni Tryggvason - Færeyingur á Íslandi // Grettis ríma (1971)
 • SG 559 Svanhildur Jakobs - Ég skal bíða þín // Þú ert minn súkkulaði ís (1971)
 • SG 560 Róbert Arnfinnsson - Í fyrsta sinn / Ég er frjáls // Ef ég væri ríkur / Sól rís, sól sest (lög úr leikritinu “Fiðlarinn á þakinu”) (1971)
 • SG 561 B.G. og Ingibjörg - Fyrsta ástin // Við höfum það gott (1971)
 • SG 562 Mjöll Hólm - Jón er kominn heim // Ástarþrá (1971)
 • SG 563 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Allt er breytt // Hlustaðu á mig (1971)
 • SG 564 B.G. og Ingibjörg - Komdu aftur // Á meðan sólin sefur (1972)
 • SG 565 Ragnar Bjarnason - Ástarsaga // Bíddu mín (1972)
 • SG 566 Mjöll Hólm - Mamy blue // Lífið er stutt (1972)
 • SG 567 Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi - Lífsflótti / Hanna Litla // Ó María mig langar heim / Gef þú mér Kristur (1972)
 • SG 568 Karl Einarsson (eftirherma) - Lýsir heimsmeistaraeinvíginu í skák (Gamanþættir eftir Spóa) (1972)
 • SG 569 Hanna Valdís Guðmundsdóttir- Lína Langsokkur / Kisa mín // Öfugmæli / Langa langa afi (1972)
 • SG 570 Grettir Björnsson - Óli Skans / Klappenade / Skósmiðapolki // Fingrapolki / Maskerade / Svensk (1973)
 • SG 571 Einar Hólm - Eldar minningana // Við leiddumst tvö (1973)
 • SG 572 Halldór Kristinsson - Lamb í grænu túni / Seppi sat á hól / Rottan með skottið // Afi gamli á eina kú / Fífill í túni (1973)
 • SG 573 Sólskinskórinn - Sól skín á mig / Kisu tangó // Dönsum dátt / Sirkusinn er hér (1973)
 • SG 574 Svanhildur Jakobsdóttir - Ég hugsa til pabba // Ég og þú og við tvö (1973)
 • SG 575 Einar S. Ólafsson - Þú vilt ganga þinn veg // Sumar á sænum (1973)
 • SG 576 Stúlknakór Selfoss - Ég sá mömmu kyssa jólasvein / Snæfinnur snjókarl // Jólasveinninn minn / Þrettándi dagur jóla (1973)
 • SG 577 Ómar Ragnarsson - Úr þorskastríðinu // Landgrunnið allt (1973)
 • SG 578 Fjölmargir - Sannleiksfestin (úr samnefndu barnaleikriti) (1974)
 • SG 579 Ómar Ragnarsson - Fugladansinn // Ég á afmæli (1981)
LP plötur - 33 rpm vinyl. Útgáfuröðin „SG 001-176“.
 • SG 001 Fjórtán Fóstbræður með Hljómsveit Svavars Gests - Syngið með (6/1964)
 • SG 002 Savanna tríóið - Folk songs from Iceland (11/1964)
 • SG 003 Fjórtán Fóstbræður ásamt Elly Vilhjálms & hljómsveit Svavars Gests (1964)
 • SG 004 Magnús Jónsson, tenor & Ólafur Vignir Albertsson (1964)
 • SG 005 Savanna tríóið - Icelandic Folk Songs and Minstrelsy (9/1965)
 • SG 006 Ómar Ragnarsson - Krakkar mínir komið þið sæl (mono) (1965)
 • SG 007 Ómar Ragnarsson - Gamanvísur og annað skemmtiefni... (
 • SG 008 Ýmsir - Danslagakeppni útvarpsins - Úrslitalögin (1966)
 • SG 009 Elly Vilhjálms - Lög úr söngleikjum & kvikmyndum (1966)
 • SG 009 Elly Vilhjálms - Lög úr söngleikjum & kvikmyndum (endurútgáfa, 1979)
 • SG 010 Þorvaldur Halldórsson - Syngur sjómannalög (1966)
 • SG 011 Savanna tríóið - Ég ætla heim (1967)
 • SG 012 Ómar Ragnarsson - Best of Ómar (1967)
 • SG 013 Hljómar - Hljómar (1967)
 • SG 013 Hljómar - Hljómar (endurútgáfa, 1979)
 • SG 014 Ýmsir - Dýrin í Hálsaskógi (úr samnefndu leikriti Þjóðleikhússins, 1967)
 • SG 015 Savanna tríóið - Savanna tríóið (1968)
 • SG 016 Sextett Ólafs Gauks Svanhildur og Rúnar - Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja eftir Oddgeir Kristjánsson (1968)
 • SG 017 Kirkjukór Akureyrar - Oss berast helgir hljómar (1968)
 • SG 018 Hljómar - Hljómar II (1968)
 • SG 019 Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur á jólaskemmtun með börnunum (1968)
 • SG 020 Vilhjálmur og Elly Vilhjálms - Systkinin syngja saman,(ljósgrænn grunnur, 1969)
 • SG 020 Vilhjálmur og Elly Vilhjálms - Systkinin syngja saman (LP endurútgáfa, svarthvít mynd af Elly og Vilhjálmi, 197?)
 • SG 020 Vilhjálmur og Elly Vilhjálms - Systkinin syngja saman (endurútgáfa, sams konar umslag og á frumútgáfunni nema grunnlitur umslags er ljósgulur, 1979)
 • SG 021 Bessi Bjarnason - Syngur hinar góðkunnu barnavísur Stefáns Jónssonar (1969)
 • SG 022 Guðmundur Jónsson - Lax lax lax (1969)
 • SG 022 Guðmundur Jónsson - Lax lax lax (endurútgáfa, samskonar umslag og á frumútgáfunni nema grunnlitur umslags er blár, 1979)
 • SG 023 Nútímabörn - Nútímabörn (1969)
 • SG 023 Nútímabörn - Nútímabörn (endurútgáfa, 1979)
 • SG 024 Ýmsir - Jólin hennar mömmu (1969)
 • SG 025 Þrjú á Palli - Eitt sumar á landinu bláa (1970)
 • SG 026 Vilhjálmur og Elly - Syngja kunnustu lög Sigfúsar Halldórssonar (7/1970)
 • SG 027 Vilhjálmur og Elly - Lög Tólfta September (1970)
 • SG 028 Þrjú á Palli - Við höldum til hafs á ný (1970)
 • SG 029 Gleðileg jól - Fjórtán jólalög (1970)
 • SG 030 Ýmsir - Kardemommubærinn (úr samnefndu leikriti) (1970)
 • SG 031 Ýmsir - Á sjó, fjórtán sjómannalög (1970)
 • SG 032 Karlakór Reykjavíkur - Syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns (1970)
 • SG 033 Hörður Torfason - Hörður Torfa (1970)
 • SG 034 Kristín og Helgi - Á suðrænni strönd (1971)
 • SG 035 Savanna tríóið - More Icelandic folk songs (1971)
 • SG 036 Þrjú á Palli - Ljóð Jónasar Árnasonar við erlend þjóðlög (1971)
 • SG 036 Þrjú á Palli - Ljóð Jónasar Árnasonar við erlend þjóðlög (endurútgáfa, 1979)
 • SG 037 Þórir Baldursson - Leikur vinsæl íslensk lög (1970)
 • SG 038 Ragnar Bjarnason - Ragnar Bjarnason (1971)
 • SG 039 Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ (1971)
 • SG 040 Þrjú á Palli - Hátíð fer að höndum ein (1971)
 • SG 041 Vilhjálmur og Elly Villhjálms - Syngja jólalög (1971)
 • SG 042 Sigurður og Þuríður - Feðgin syngja saman (1971)
 • SG 043 Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur í glöðum hópi (1971)
 • SG 044 Karlakór Reykjavíkur - Syngur lög eftir Árna Thorsteinsson (1971)
 • SG 045 Mánar - Mánar (1971)
 • SG 046 Hörður Torfason - Án þín (1971)
 • SG 047 Þorvaldur Halldórsson - ...Gerir ekki neitt (1972)
 • SG 048 Grettir Björnsson - Grettir Björnsson (1972)
 • SG 049 Karlakór Reykjavíkur - Lög Bjarna Þorsteinssonar (1972)
 • SG 050 Svanhildur Jakobsdóttir - Ég kann mér ekki læti (1972)
 • SG 051 Lúðrasveit Reykjavíkur - Lúðrasveit Reykjavíkur (1972)
 • SG 052 Hannes Jón - Hannes Jón (1972)
 • SG 053 Rósa Ingólfsdóttir - Rósa (1972)
 • SG 054 Þuríður og Pálmi - Þuríður og Pálmi (1972)
 • SG 055 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Glugginn hennar Kötu (1972)
 • SG 055 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Bíddu pabbi (endurútgáfa á Glugginn hennar Kötu undir nýju nafni, 1979)
 • SG 056 Reynir Jónasson - Leikur 30 vinsæl lög (1972)
 • SG 057 Einsöngvarakvartettinn - Einsöngvarakvartettinn (1972)
 • SG 058 Guðrún Á. Símonar - Fjórtán lög eftir fjórtán íslensk tónskáld (1972)
 • SG 059 Svanhildur - Jólin jólin (1972)
 • SG 060 Ýmsir - Útvarp Matthildur (úr samnefndum útvarpsþáttum) (1972)
 • SG 061 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin (1973)
 • SG 061 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fjórtán fyrstu lögin (endurútgáfa, 1979)
 • SG 062 Karlakór Reykjavíkur - Íslensk þjóðlög (1973)
 • SG 063 Hljómsveit Ingimars Eydal - Hljómsveit Ingimars Eydal, Þorvaldur, Helena, Vilhjálmur (1973)
 • SG 064 Þrjú á Palli - Icelandic folk songs (1973)
 • SG 065 Rúnar Gunnarsson - Lagasmiður & söngvari (1973)
 • SG 066 Kaffibrúsakarlarnir - Kaffibrúsakarlarnir (1973)
 • SG 067 Ólafur Þ. Jónsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslensk tónskáld (1973)
 • SG 068 Tónakvartettinn frá Húsavík - Tónakvartettinn frá Húsavík (1973)
 • SG 069 Hanna Valdís - Tólf ný barnalög (1973)
 • SG 070 Ýmsir - Verkstæði jólasveinana (1973)
 • SG 071 Þuríður Sigurðardóttir - Fjórtán vinsæl lög (1973)
 • SG 072 Sigríður E. Magnúsdóttir - Fjórtán íslensk lög eftir fjórtán íslensk tónskáld (1974)
 • SG 073 Haukur Morthens - 24 metsölulög í nýjum útsetningum Ólafs Gauks (1974)
 • SG 074 Karlakór Reykjavíkur - Syngur lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörsson (1974)
 • SG 075 Savanna tríóið - Skemmtilegustu lög Savanna tríósins (1974)
 • SG 076 Geysir - Geysir (1974)
 • SG 077 Reynir Jónsson - Leikur aftur 30 vinsæl lög (1974)
 • SG 078 Svanhildur - Syngur fyrir börnin (1974)
 • SG 079 Ýmsir - Ævintýri í Maraþaraborg (1974)
 • SG 080 Ýmsir - Helg eru jól (1974)
 • SG 081 Þrjú á Palli ásamt Sólskinskórnum - Ný barnaljóð eftir Jónas Árnason (1974)
 • SG 082 Hljómar - Hljómar 1965-1968 (1975)
 • SG 083 Ýmsir - Hafið lokkar og laðar / Fjórtán sjómannalög (
 • SG 083 Ýmsir - Hafið lokkar og laðar / Fjórtán sjómannalög (endurútgáfa, 1979)
 • SG 084 Lúðrasveit Reykjavíkur, Guðmundur Jónsson - Lúðrasveit Reykjavíkur (1975)
 • SG 085 Eiður Gunnarsson - Fjórtán sönglög (1975)
 • SG 086 Karlakór Reykjavíkur - Syngur lög eftir Emil Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson (1975)
 • SG 087 Hallbjörn - Syngur eigin lög (1975)
 • SG 088 Guðrún Á Símonar & Guðmundur Jónsson - Guðrún Á. Símonar & Guðmundur Jónsson (1975)
 • SG 089 Kristín Lilliendal & Árni - Söngfuglar (1976)
 • SG 090 Skagakvartettinn - Kátir voru karlar (1976)
 • SG 091 Jóhann Helgason - Ég gleymi þér aldrei (1976)
 • SG 092 Grettir Björnsson - Grettir Björnsson (1976)
 • SG 093 Elísabet Erlingsdóttir - Átján íslensk þjóðlög (1976)
 • SG 094 Ragnar og Þuríður - Lög Jónatans Ólafssonar (1976)
 • SG 095 Lúdó og Stefán - Lúdó og Stefán (1976)
 • SG 096 Svala Nielsen & Guðrún Kristinsdóttir - Svala Nielsen (1976)
 • SG 097 Bragi Hlíðberg - Bragi Hlíðberg (1976)
 • SG 098 Jón Ragnarsson - Uss ekki hafa hátt (1976)
 • SG 099 Þrjú á Palli - Tekið í blökkina (syngja sjómannakvæði eftir Jónas Árnason) (1976)
 • SG 100 Lárus Pálsson leikari - Les ljóð (1976)
 • SG 101 Gísli Rúnar - Algjör sveppur (1976)
 • SG 102 Kristín Lilliendal - “Jólaplata” (1976)
 • SG 103 Ýmsir - Stóra barnaplatan / 24 bráðskemtileg barnalög (1977)
 • SG 104 Skólahljómsveit Kópavogs - Skólahljómsveit Kópavogs (1977)
 • SG 105 Björgvin Gíslason - Öræfarokk (1977)
 • SG 106 Jörundur Guðmundsson - Jörundur slær í gegn (1977)
 • SG 107 Lúdó og Stefán - Lúdó og Stefán (1977)
 • SG 108 Gísli Rúnar - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka (1977)
 • SG 109 Jón Sigurbjörnsson & Ólafur Vignir Albertsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenska höfunda (1977)
 • SG 110 Silfurkórinn - Hvít jól (1977)
 • SG 111 Jónas Þórir - Sveitin milli sanda (1978)
 • SG 112 Kristín Ólafs & Atli Heimir - Íslensk þjóðlög (1978)
 • SG 113 Garðar Olgeirsson - Meira fjör (1978)
 • SG 114 Silfurkórinn - 40 vinsælustu lög síðari ára (1978)
 • SG 115 Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson - Syngja lög Jenna Jóns í útsetningu Þóris Baldurssonar (1978)
 • SG 116 Ýmsir - Revíuvísur (1978)
 • SG 117 Einsöngvarakvartettinn - Syngur lög Inga T. Lárussonar (1978)
 • SG 118 Bragi Hlíðberg - Dansað á þorranum (1976)(Endurútgáfa 1979)
 • SG 119 Ísólfur Pálsson - Í birkilaut (1979)
 • SG 120 Ýmsir - Karíus og Baktus, barnaleikrit með söngvum / Litla ljót, ævintýraleikur með söngvum (1979)/ Endurútgáfa 1984
 • SG 121 Silfukórinn - Rokk rokk rokk (1979)
 • SG 122 Iðunnarfélagar - 100 íslensk kvæðalög (1979)
 • SG 123 Óskar Halldórsson - Les íslensk ljóð (1979)
 • SG 124 Guðrún Á. Símonar - 40 ára söngafmælishljómleikar (1979)
 • SG 125 Einar Kristjánsson - Leikur á tvöfalda harmoniku (1979)
 • SG 126 Þorsteinn Hannesson tenor - Þorsteinn Hannesson tenor (1979)
 • SG 127 Katla María - Katla María syngur spænsk barnalög við texta Guðmundar Guðmundssonar (1979)
 • SG 128/9 Ýmsir - Jólasnjór (2-LP, 1979)
 • SG 130 Ýmsir - Einsöngs og Kórlög eftir Árna Björnsson (1980)
 • SG 131 Viktoría Spans - Íslensk lög gömul og ný (1980)
 • SG 132 Upplyfting - Kveðjustund (6/29/1980)
 • SG 133 Ýmsir - Úllen Dúllen Doff (úrval úr samnefndum skemmtiþáttum) (1980)
 • SG 134 Silfurkórinn ásamt Pálma Gunnarssyni - Á harða, harða spretti (1980)
 • SG 135 Magnús Þór Sigmundsson - Gatan og sólin (1980)
 • SG 136 Margrét Hjálmarsdóttir - Kveður (1980)
 • SG 137 Katla María - Ég fæ jólagjöf (1980)
 • SG 138 Sveinn Ásgeirsson - Úr útvarpsþáttum (1980)
 • SG 139 Þeyr - Þagað í hel (1980)
 • SG 140/1 Ýmsir - Það gefur á bátinn (2-LP, 1981))
 • SG 142 Elly Vilhjálms - Heyr mína bæn (1981)
 • SG 143 Ómar Ragnarsson - Syngur fyrir börnin (1981)
 • SG 144 Ýmsir - Lög Jóns Múla Árnasonar (1981)
 • SG 145 Egill Ólafsson - Grettir (úr samnefndum söngleik) (1981)
 • SG 146 Upplyfting - Endurfundur (1981)
 • SG 147 Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar - Geymd (1980)
 • SG 148 Varðeldakórinn - Skátasöngvar (1981)
 • SG 149 Graham Smith - Með töfraboga (1981)
 • SG 150 Friðryk - Friðryk (1981)
 • SG 151 Katla María - Litli Mexikaninn (1981)
 • SG 152 Ómar Ragnarsson - Skemmtilegustu lög Gáttaþefs (1981)
 • SG 153 Karlakór Reykjavíkur - Úrvals kórlög (1981)
 • SG 154 Upplyfting - Í sumarskapi (1982)
 • SG 155 Guðmundur Jónsson - Einsöngslög & óperuaríur (1982)
 • SG 156 Erna, Eva, Erna - Mannstu eftir því (1982)
 • SG 157 Graham Smith - Þá og nú (1982)
 • SG 158 Ingveldur Hjaltested - Sextán einsöngslög (1982)
 • SG 159 Ýmsir - Kisubörnin kátu (1982)
 • SG 160 Viðar & Ari - Minningar mætar (1982)
 • SG 161 Ýmsir - Við djúkboxið (1982)
 • SG 162 Katla María og Pálmi Gunnarsson - Katla María og Pálmi Gunnarsson (1982)
 • SG 163 Guðmundur Ingólfsson - Nafnakall (1982)
 • SG 164/5 Ýmsir - Jólaljós (2-LP,1983)
 • SG 166/7 Ýmsir - Litlu andarungarnir, 40 vinsæl barnalög 1950-80 (2-LP,1983)
 • SG 168/9 Páll Kr. Pálsson - Leikur á orgel (2-LP,1983)
 • SG 170 Jón Kr. Ólafsson - Ljúfþýtt lag (12/1983)
 • SG 171 Vilhjálmur Vilhjálmsson - Fundnar hljóðritanir (1984)
 • SG 172/3 Ómar Ragnarsson - (Fyrstu árin) (2-LP,1984)
 • SG 174/5 Fjórtán Fóstbræður - Fjórtán Fóstbræður (2-LP,1984)
 • SG 176 Ýmsir - Fjórtán lög frá þjóðhátíð Vestmannaeyja (1984)

Bæklingur með kassettum frá SG hljómplötum breyta